Vikumatseðill

Núna þegar veturinn nálgast með hraði, það er farið að kólna í veðri og meira að segja þarf að draga rúðusköfuna fram suma morgna þykir mér enn mikilvægara að vera skipulögð í matarinnkaupum. Mér hryllir við tilhugsunina að þurfa að fara í búðina eftir vinnu og ákveða hvað eigi að vera í matinn. Nei, stórinnkaup um helgar er það sem hentar mér.

Hér kemur mín tillaga að vikumatseðli fyrir næstu viku. Ekki fúlsa við pylsuréttinum á fimmtudeginum, hann er ljúffengur og krakkarnir elska hann. Ég vona að matseðillinn nýtist ykkur og enn fremur vona ég að þið vikan verði ykkur góð.

Steiktur fiskur í parmesanraspi

Mánudagur: Mér þykir Steiktur fiskur í parmesanraspi vera góð byrjun á vikunni. Við fáum okkur hrásalat og hvítlaukssósu með honum.

Ofnbakaðar kjötbollur

Þriðjudagur: Ofnbakaðar kjötbollur með kartöflumús og sósu er einn af uppáhalds hversdagsmatnum mínum.

Sveppasúpa

Miðvikudagur: Sveppasúpa er einföld og ódýr máltíð sem passar vel í miðri viku.

Pylsupottréttur

Fimmtudagur: Pylsupottréttur með beikoni og sweet chili rjómasósu. Fljótlegt og  hentar því vel á fimmtudögum. Ekki skemmir fyrir hvað þetta er vinsælt hjá krökkunum.

Fylltar tortillaskálar

Föstudagur: Mér þykja fylltar tortillaskálar vera fullkominn föstudagsmatur. Einfaldar, fljótgerðar og súpergóðar!

Mokkakaka

Með helgarkaffinu: Mokkakakan fer alltaf vel með kaffinu. Ég hef bakað hana svo óteljandi oft og fæ ekki nóg af henni.

5 athugasemdir á “Vikumatseðill

 1. Takk fyrir þessa frábæru matseðla Svava, Ég notaði þann sem kom í síðustu viku. Allt mjög gott og fljótlegt. Alger snilld.

 2. Almáttugur Svava, ég slefa yfir matseðlinum. Hrikalega girnilegt.
  Þvílíkt flottar myndir hjá þér. Þú ert snillingur.
  Með kveðjum frá Svíþjóð

  Lóa úr gamla sænska saumó

  1. Takk fyrir fallega kveðju Lóa. Íslenska deildin af sænska saumó er enn mjög öflug. Þú verður að láta okkur vita næst þegar þú kemur heim svo að við getum planað klúbb með þig sem heiðursgest 🙂

 3. Ég fór eftir þessum vikuseðli alla vikuna og það var frábært, þurfti aldrei að eiga „hvað eigum við að hafa í matinn“ símtalið við eiginmanninn. Allt frábærir réttir og gaman að prófa eitthvað nýtt. Takk fyrir frábært blogg.

  1. Gaman að heyra 🙂 Mér þykir einmitt svo frábært að þurfa ekkert að spá í hvað eigi að vera í matinn um kvöldið og þurfa ekki að fara í búðina eftir vinnu. Það einfaldar lífið 🙂

   Sent from my iPhone

   >

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s