Mokkakaka

Í kvöld ætlum við Öggi að bregða undir okkur betri fætinum og fara á Grillið á Hótel Sögu með vinnufélögum mínum. Við ætlum að byrja kvöldið í for-fordrykk í heimahúsi, færa okkur síðan yfir í fordrykk á Mímisbar og þaðan í þriggja rétta kvöldverð á Grillinu. Það er því skemmtilegt kvöld framundan og ég má ekkert vera að því að sitja við tölvuna.

Þar sem ég mun ekki elda í kvöld datt mér í hug að gefa uppskriftina að kökunni sem er hér efst á síðunni, sjálfri forsíðumyndinni. Kakan er æðislega góð og passar vel með kaffinu um helgina.

Mokkakaka

Botn:

  • 2 egg
  • 3 dl sykur
  • 1 ½ dl mjólk
  • 4 ½  dl hveiti
  • 3 tsk lyftiduft
  • 150 gr smjör
  • 2 tsk vanillusykur
  • 1 msk kakó

Glassúr:

  • 3 ½  dl flórsykur
  • 50 gr brætt smjör
  • 4 msk kaffi
  • 1 msk kakó
  • 2 tsk vanillusykur
  • kókosmjöl til að setja yfir kökuna

Hitið ofninn í 225°. Hrærið egg og sykur létt og ljóst. Blandið hveiti og lyftidufti saman og hrærið saman við eggjablönduna á víxl við mjólk og brætt smjör. Hrærið að lokum kakói og vanillusykri saman við deigið. Setjið deigið í skúffukökuform sem hefur verið klætt með bökunarpappír og bakið í ofninum í ca 15 mínútur.

Hrærið hráefnunum í glassúrinn saman og breiðið yfir kökuna. Stráið að lokum kókosmjöli yfir.

7 athugasemdir á “Mokkakaka

  1. Kaffið í uppskriftinni er þetta instant kaffi eða uppáhellt ? Alveg önnum kafin við að prófa frábærar uppskriftir frá þér…;o)

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s