Vikumatseðill

VikumatseðillÍ dag er enginn venjulegur sunnudagur því í dag á Malín 17 ára afmæli. Í staðinn fyrir að fagna með pompi og prakt og rúnta um götur bæjarins þá situr hún inni í herbergi og lærir fyrir stærðfræðipróf. Ég er endalaust stolt af Malínu og dáist að dugnaðnum og gleðinni sem fylgir henni.

Langa helgin leið fullhratt enda lék veðrið við okkur og við nýttum veðurblíðuna bæði í göngu og skíðaferð. Nú tekur full vinnuvika við sem ég undirbý með hefðbundnum hætti, þ.e. með því að gera vikumatseðil.

Vikumatseðill

Fiskur með eggjasósu og beikoni

Mánudagur: Fiskur með beikoni og eggjasósu

Asískar kjötbollur

Þriðjudagur: Asískar kjötbollur

Aspassúpa

Miðvikudagur: Aspassúpa

Spaghetti alla carbonara

Fimmtudagur: Spaghetti alla carbonara

Steiktar quesadillas með kjúklingi

Föstudagur: Steiktar quesadillas með kjúklingi

Súkkulaði- og bananakaka

Með helgarkaffinu: Súkkulaði- og bananakaka

2 athugasemdir á “Vikumatseðill

  1. Takk f. thetta Svava. Eg fer oftast eftir vikumatsedlunum thinum og heppnast vel. Eg get thvi midur ekki verid med supu og braud i matinn thvi tha er sonurinn kominn i iskapinn klst eftir ad hann kyngir matnum….. ertu med eitthvad meira med matnum f. krakkana thina? Kvedja fra Boston
    Brynja

  2. En gaman að heyra Brynja 🙂 Súpa og brauð dugar mínum krökkum en þau fá líka heitan mat í skólanum í hádeginu og eru því búin að fá almennilega máltíð fyrr um daginn. Síðan hef ég stundum kvöldkaffi þegar ég er með svona léttan kvöldverð 🙂

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s