Gamaldags vínarbrauð með sultu og glassúr

vinarbraud155

Um síðustu helgi var rigning og rok og ég lá í flensu. Hápunktur helgarinnar var að kjósa og fylgjast með kosningasjónvarpinu. Í dúnúlpu, gúmmístígvélum, með rautt nef og hárið út í loftið brunaði ég á kjörstað og var útgangurinn slíkur að halda mætti að ég hefði verið á leið í fjós. Eins og mér þykja kosningar vera hátíðlegar og fullt tilefni til að klæða sig upp áður en haldið er á kjörstað þá fór nú lítið fyrir glamúrnum hjá mér.

Vínarbrauð með sultu og glassúr

Á heimleiðinni kom ég við í búð og keypti alls konar góðgæti til að mumsa á yfir helgina. Ég var svo staðráðin í að fara ekki meira út í þessu flensuástandi að ég birgði okkur vel upp. Ég virðist þó ekki hætta að furðað mig á því hvað heimilið mitt, sem er fullt af unglingum, fer með mikinn mat. Hér er aldrei opnaður kexpakki án þess að hann sé kláraður samstundis og það mætti halda að ég ræki mötuneyti þegar ég verlsa inn. Það hefði því ekki átt að koma mér á óvart að góðgætið sem átti að duga helgina kláraðist að mestu samdægurs.

Vínarbrauð með sultu og glassúr

Ég ákvað því að baka vínarbrauð með kaffinu á sunnudeginum, einfaldlega vegna þess að ég nennti ekki aftur út í búð og ég átti öll hráefnin í þau. Það tók enga stund að baka vínarbrauðin og enn styttri tíma að borða þau upp til agna. Krakkarnir elskuðu þau! Þau fara því beinustu leið á bloggið, bæði svo ég finni uppskriftina aftur og ef þið viljið prófa að baka þau.

Vínarbrauð með sultu og glassúr

Vínarbrauð með sultu og glassúr 

  • 125 g smjör við stofuhita
  • ¾ dl sykur
  • 1 egg
  • 3 ½ dl hveiti
  • ½ tsk lyftiduft
  • um ¾ dl hindberjasulta frá St. Dalfour

Glassúr

  • 1 dl flórsykur
  • ¾ msk vatn

Hitið ofninn í 175°. Hrærið saman smjör og sykur. Bætið eggi og lyftidufti saman við og hrærið saman í slétt deig. Bætið að lokum hveiti saman við og hrærið þar til deigið er orðið slétt. Skiptið deiginu í þrjá hluta og rúllið hverjum hluta út í lengju. Mótið holu eftir miðri lengjunni og setjið sultuna þar í. Bakið í miðjum ofni í um 15 mínútur.

Látið lengjurnar kólna í nokkrar mínútur áður en glassúrinn er settur á. Hrærið saman flórsykri og vatni og setjið yfir lengjurnar. Skáskerið lengjurnar í bita áður en þær kólna alveg.

Vínarbrauð með sultu og glassúrVínarbrauð með sultu og glassúrVínarbrauð með sultu og glassúrVínarbrauð með sultu og glassúrVínarbrauð með sultu og glassúrVínarbrauð með sultu og glassúr

4 athugasemdir á “Gamaldags vínarbrauð með sultu og glassúr

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s