Pylsupasta sem rífur í

Pylsupasta sem rífur í

Í einum af dýrustu og annasömustu mánuðum ársins passar kannski vel að koma með uppskrift af pastarétti sem tekur lítið úr buddunni og örskamma stund að útbúa. Þessi pastaréttur er svo brjálæðislega góður að það hálfa væri nóg. Ég fer varlega í cayenne piparinn út af krökkunum en það má auðvitað bæta honum yfir réttinn þegar hann er kominn á diskinn og þar með velur hver og einn styrkleikann á réttinum.

Pylsupasta sem rífur í

Pulsupasta sem rífur í

  • 10 pulsur
  • 1 græn eða rauð paprika
  • 2 skarlottulaukar
  • 3 dl rjómi
  • 1 dl sýrður rjómi
  • 1/2 dl sweet chili sósa
  • 1 tsk oregano
  • salt
  • svartur pipar
  • cayenne pipar

Skerið pulsurnar niður í bita og steikið á pönnu ásamt papriku og skarlottulauk þar til aðeins mjúkt. Bætið rjóma, sýrðum rjóma, oregano og sweet chili sósu á pönnuna og látið suðuna koma upp. Smakkið til með salti, svörtum pipar og cayenne pipar. Látið sjóða saman í um 5 mínútur.

Berið fram með pasta og nýrifnum parmesan.

2 athugasemdir á “Pylsupasta sem rífur í

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s