Vikumatseðill

Vikumatseðill

Ég hef viljandi dregið úr innkaupum á matreiðslubókum upp á síðkastið þar sem ég hef varla pláss fyrir þær lengur, en þessa bók gat ég ekki staðist. Hún lofar góðu, er falleg og kostar á við tímarit (rétt undir 2.000 kr í Hagkaup), þannig að ég held að ég hafi gert góð kaup. Í kvöld ætla ég að gefa mér tíma til að skoða hana og finna uppskrift til að prófa.

Það er æðisleg helgi að baki með tveimur góðum göngum, pönnukökukaffi hjá mömmu og matarboði með vinafólki. Þvílíkt veður sem við fengum og dásamlegt að fá smá frí frá rigningunni sem hefur herjað á í vikunni. Helgin var því endurnærandi bæði fyrir líkama og sál. Kvöldið fer að hluta til í að pakka með strákunum sem eru að fara í fermingarfræðsluferð í Vatnaskóg í fyrramálið. Síðan þarf víst líka að plana komandi viku og gera vikumatseðil!

Vikumatseðill

Fiskur með eggjasósu og beikoni

Mánudagur: Fiskur með beikoni og eggjasósu

Kjötbollur með mozzarella og basiliku

Þriðjudagur: Kjötbollur með mozzarella og basiliku

Kjúklingasúpa með tómötum, karrý og epli

Miðvikudagur: Kjúklingasúpa með tómötum, karrý og epli

Pasta með púrrulauk og beikoni

Fimmtudagur: Pasta með púrrulauk og beikoni

Gratinerað taco

Föstudagur: Gratinerað taco

Drømkage

Með helgarkaffinu:Drømmekage

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s