Svíþjóðarkaka

Silvíukakan er ein af vinsælustu kökuuppskriftunum hér á blogginu enda er kakan æðislega góð, fljótgerð og hráefnin eru oftast til í skápunum. Ég hef bakað hana óteljandi sinnum og alltaf klárast hún jafn hratt. Um daginn bakaði ég köku sem minnti svolítið á silvíukökuna nema í þessari er botninn klofinn í tvennt og vanillusmjörfylling sett á milli, sem botninn sýgur í sig og gerir hann dásamlega góðan.

Það sem kökurnar eiga sameiginlegt er að botninn er svipaður, það tekur stutta stund að baka þær og hráefnin eru einföld. Mikilvægast af öllu er þó að þær eru báðar æðislega góðar!

Svíþjóðarkaka

  • 3 egg
  • 3 dl sykur
  • 3 dl hveiti
  • 2 tsk lyftiduft
  • 1 dl sjóðandi vatn

Fylling:

  • 100 g smjör
  • 1 dl mjólk
  • 3 msk vanillusykur

Hitið ofn í 175°. Klæðið botn á kökuformi með smjörpappír og smyrjið hliðarnar.

Hrærið egg og sykur saman þar til blandan er orðin mjög létt í sér og ljós. Blandið hveiti og lyftidufti saman við með sleikju. Hellið sjóðandi vatni saman við og hrærið saman í slétt deig.

Setjið deigið í formið og bakið í neðri hluta ofnsins í um 30-35 mínútur. Kakan á að vera þurr þegar prjóni er stungið í hana.

Fylling: Hitið mjólk og smjör að suðu og hrærið vanillusykri saman við þar til blandan er slétt.

Látið kökuna kólna. Kljúfið hana svo í tvennt, þannig að það sé botn og lok. Hellið mjólkurblöndunni yfir botninn, hellið varlega þannig að kakan nái að sjúga í sig vökvann. Setjið síðan lokið yfir og sigtið flórsykur yfir kökuna.

 

 

 

Ein athugasemd á “Svíþjóðarkaka

  1. Mjōg góð kaka, hef aldrei orðið fyrir vonbrigðum með neina af þeim uppskriftum sem ég hef prófað hér. Allt svo gott

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s