Kjúklingur með ólífum í rósmarín- og hvítlauksrjómasósu

Þessi kjúklingaréttur var á boðstólnum hjá mér fyrir tæpu ári síðan þegar ég bauð mömmu í mat. Okkur þótti maturinn ægilega góður og allir voru sammála um að uppskriftin yrði nú að fara beinustu leið á bloggið, svo fleiri gætu notið hennar.

Það fór þó svo að ég týndi uppskriftinni og hún rataði því aldrei á bloggið. Ég hélt myndunum sem ég hafði tekið til haga ef uppskriftin skyldi nú koma í leitirnar, sem gerðist svo loksins í gær. Hér kemur hún því, ári síðar en algjörlega biðarinnar virði!

Kjúklingur með ólífum í rósmarín- og hvítlauksrjómasósu (uppskrift fyrir 6, af blogginu 56kilo.se)

 • 1 kg kjúklingabringur
 • 1 stór laukur
 • 5 hvítlauksrif
 • smjör til að steikja úr
 • 2,5 dl grófhakkaðir sveppir
 • 6 dl rjómi
 • 2 tsk salt
 • smá svartur pipar
 • 2 kjúklingakraftsteningar
 • 2-3 tsk þurrkað rósmarín
 • 6 hakkaðir sólþurrkaðir tómatar
 • hýði og safi úr 1 sítrónu
 • 2 dl svartar ólífur
 • 1 búnt steinselja
 • 2 dl rifinn parmesan

Skerið kjúklingabringurnar í þrennt á lengdina. Bræðið smjör í rúmgóðum potti og steikið kjúklinginn þar til hann hefur fengið lit. Saltið og piprið og takið úr pottinum. Setjið fínhakkaðan lauk og hvítlauk í pottinn ásamt grófhökkuðum sveppum og steikið úr smjöri þar til farið að mýkjast. Bætið kjúklingnum aftur í pottinn og setjið rjóma, sólþurrkaða tómata, sítrónusafa, kjúklingateninga og rósmarín í pottinn. Látið sjóða við vægan hita í um 10 mínútur. Smakkið til með salti og pipar. Hrærið ólífum, hakkaðri steinselju, sítrónuhýði og rifnum parmesan saman við áður en rétturinn er borinn fram.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s