Svínalund í æðislegri rjómasósu

Ég hef lítið dundað mér í eldhúsinu upp á síðkastið enda hafa krakkarnir verið út og suður og fáir heima í mat. Um helgina náðist þó hópurinn saman og á föstudagskvöldinu prófaði ég uppskrift af frábærum föstudagsmat (uppskriftin kemur!) og í gærkvöldi vorum við með svínalundir í svo æðislegri sósu að við gátum ekki hætt að dýfa meðlætinu í hana eftir að við  vorum búin að borða. Svo brjálæðislega gott!

Svínalund í rjómasósu (uppskrift fyrir 5-6)

  • 2 svínalundir (ég gleymdi að athuga þyngdina en þær voru í meðalstærð)
  • salt og pipar

Sósa:

  • 5 dl rjómi
  • 2 msk kálfakraftur
  • 2 msk dijon sinnep
  • 2 tsk salvía (þurrkuð)
  • 1 tsk hunang
  • nokkrir dropar af sítrónusafa
  • salt og pipar

Skerið svínalundirnar í um 2,5 cm þykkar sneiðar og kryddið með salti og pipar. Bræðið smjör og olíu saman á pönnu og steikið kjötið þar til það hefur fengið steikingarhúð á báðum hliðum. Takið kjötið af pönnunni og leggið til hliðar. Setjið öll hráefnin fyrir sósuna á pönnuna (ekki þrífa hana eftir kjötið!) og látið sjóða saman í nokkrar mínútur. Leggið kjötið í sósuna og látið sjóða við vægan hita í 5 mínútur.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s