Besta poppið!

Besta poppið!Ég má til með að benda ykkur á popp sem ég uppgötvaði nýlega (kannski síðust af öllum!) og er nýjasta æðið hér á heimilinu, Orville simply salted í pop up bowl. Poppið er fituminna en hefðbundið popp og með mjög góðu saltbragði. Malín var búin að sjá það víða á amerískum síðum og var spennt að prófa. Við urðum ekki fyrir vonbrigðum, svo æðislega gott!!Besta poppið!

Annars sit ég hér, með nýpoppað popp og tímarit, að bíða eftir að verða sótt. Við vinkonurnar ætlum að skella okkur í smá frí til Stokkhólms út vikuna. Ég læt frá mér heyra ef færi gefst en annars verð ég á instagram (heiti ljufmeti þar).

Besta poppið!