Uppáhald í snyrtibuddunni

Í dag er síðasti dagurinn á tax free dögum Hagkaups. Ég nýti þá alltaf til að fylla á snyrtivörurnar mínar og eitt af því sem ég kaupi nánast alltaf er augnblýanturinn frá Chanel. Ég nota hann á hverjum degi og finnst ég varla vöknuð fyrr en hann er kominn á. Hann helst allan daginn og mér þykir þægilegt að þurfa ekki að ydda hann þar sem hann er skrúfaður upp. Uppáhald til margra ára og tips fyrir þær sem eru í leit að góðum augnblýanti.