Ég er enn að reyna að vera með grænmetisrétt einu sinni í viku og það hefur gengið vonum framar. Það er svo mikið til að góðum grænmetiréttum og margir hverjir eru bæði fljótgerðir og æðislega góðir. Síðan eru þeir léttir og góðir í maga. Þessi baka er án bökubotns og það tekur því enga stund að útbúa hana. Það má síðan bera bökuna fram með góðu brauði til að gera hana að meiri máltíð.
Brokkolí- og sveppabaka
- 250 g brokkoli
- 150 g sveppir
- 3 egg
- 2 dl rjómi
- 100 g philadelphia rjómaostur
- 100 g kotasæla
- 150 g fetaostur
- basilika og pipar (gott að krydda líka með kryddi lífsins frá Pottagöldrum og paprikukryddi)
- 2 dl rifinn ostur
Hitið ofninn í 200° og smyrjið eldfast form. Setjið brokkólí og sveppi í botninn á forminu. Hrærið eggin með rjómanum, kryddið og bætið kotasælu og fetaosti saman við. Hellið blöndunni yfir og stráið rifnum osti yfir. Bakið í 20-25 mínútur.