Ómótstæðilegur pastaréttur í einum hvelli

Ómótstæðilegur pastaréttur í einum hvelliÞvílík helgi sem við fengum! Ég og strákarnir nýttum veðurblíðuna á laugardeginum og fórum í dagsferð um suðurlandið með vinkonu minni. Við heimsóttum meðal annars sundlaugina á Hellu (frábær sundlaug), Seljalandsfoss og vinnufélaga okkar sem var staddur í Þykkvabænum. Ferðina enduðum við síðan í þriggja rétta humarveislu á Fjöruborðinu á Stokkseyri. Æðislegur dagur í alla staði.

Ómótstæðilegur pastaréttur í einum hvelliÓmótstæðilegur pastaréttur í einum hvelliÓmótstæðilegur pastaréttur í einum hvelliÓmótstæðilegur pastaréttur í einum hvelliÓmótstæðilegur pastaréttur í einum hvelli

Við vorum ekki í neinu stuði fyrir fisk í kvöld og ég skellti því í stórgóðan pastarétt sem við fáum seint leið á. Þessi hefur lengi verið í uppáhaldi og ég geri yfirleitt tvöfaldan skammt því krökkunum þykir svo gott að hita hann upp daginn eftir. Það er svo einfalt og fljótlegt að útbúa þennan rétt og í kvöld lögðum við á borð í sjónvarpsholinu og horfðum á Tyrant yfir matnum. Frábærir þættir sem eru sýndir seint á sunnudagskvöldum og því hentar okkur betur að taka þá á frelsinu daginn eftir. Ég mæli með þeim ef ykkur vantar þætti til að horfa á!

Ómótstæðilegur pastaréttur í einum hvelli

Pasta í rjómasósu með beikoni og sveppum (uppskrift fyrir 3-4)

  • 250 g sveppir (1 box)
  • 130 g beikon (ég nota 1 bréf af eðalbeikoni)
  • 1 laukur
  • 2 dl sýrður rjómi
  • 2 dl rjómi
  • 1/2 grænmetisteningur
  • salt og pipar
  • smá af cayenne pipar (má sleppa)

Ómótstæðilegur pastaréttur í einum hvelli

Skerið sveppina í fernt, hakkið laukinn og skerið beikonið í bita. Hitið smjör á pönnu (mér þykir alltaf betra að steikja úr smjörlíki) og steikið sveppina þar til þeir eru komnir með góða steikingarhúð, bætið þá lauk og beikoni á pönnuna og steikið áfram þar til beikonið er fullsteikt og laukurinn orðinn mjúkur. Hellið rjóma og sýrðum rjóma yfir og látið sjóða við vægan hita í nokkrar mínútur. Smakkið til með grænmetiskrafti, salti og pipar. Endið á að setja örlítið af cayenne pipar fyrir smá hita.

Ómótstæðilegur pastaréttur í einum hvelli

Sjóðið pasta eftir leiðbeiningum á pakkningu. Ég er hrifin af pastanu frá De Cecco og í þennan rétt nota ég spaghetti n°12 sem ég sýð al dente (10 mínútur). Mér þykir þykktin á því vera svo góð og passa vel í réttinn.

Blandið pastanu saman við pastasósuna og hrærið smá af pastavatninu saman við. Það skemmir ekki fyrir að rífa parmesan yfir áður en rétturinn er borinn fram en það má þó vel sleppa því. Dásamlega gott á báða vegu.