Grillaðir bananar með súkkulaði og ís

Grillaðir bananar með súkkulaði og ísÉg hef eytt helginni í Fífunni þar sem við strákarnir áttum sjoppuvakt. Fótboltalífið er skemmtilegt en að mæta kl. 7.25 á sunnudagsmorgni þykir mér… hmmm….minna skemmtilegt. Ég er svo stolt af strákunum mínum sem rifu sig á fætur, unnu með bros á vör og þegar vaktinni lauk á hádegi buðust þeir til að vera áfram og hjálpa til því það var svo mikið að gera. Dugnaðarforkar!

Grillaðir bananar með súkkulaði og ís

Þegar við komum heim eftir vaktina okkar í gærkvöldi grilluðum við æðislega hamborgara sem ég ætla að gefa uppskrift af fljótlega. Í eftirrétt grilluðum við síðan banana með súkkulaði sem hurfu ofan í strákana. Frábær grillréttur sem bæði er einfaldur og hægt að undirbúa áður en matargestir koma.  Við gerðum ráð fyrir einum banana á mann og ég held að það sé passlegt. Þessir strákar okkar virðast þó botnlausir og hefðu eflaust getað torgað fimm stykkjum hver. Einn banani, með þremur ískúlum yfir þykir mér þó vera mjög passlegur skammtur sem gott er að miða við.

Grillaðir bananar með súkkulaði og ís

  • bananar
  • Nusica súkkulaðismjör
  • vanilluís
  • digistive kex

Takið bananann úr hýðinu og skerið rauf eftir honum endilöngum. Fyllið raufina með Nusica súkkulaðismjöri. Rífið álpappír í ca 30 x 30 cm og spreyið með PAM. Setjið bananann í miðjuna, lyftið hliðunum á álpappírnum upp og brjótið hann saman efst (skiljið eftir loft fyrir ofan bananann fyrir gufuna). Brjótið hliðarnar saman. Grillið við miðlungsháan hita í um 10 mínútur, eða þar til bananinn er mjúkur og súkkulaðið bráðnað. Á meðan er Digistive kex mulið.Grillaðir bananar með súkkulaði og ís

Grillaðir bananar með súkkulaði og ís

Grillaðir bananar með súkkulaði og ís

Fjarlægið bananann úr álpappírnum og setjið á disk. Setjið ískúlur yfir bananann og dreifið muldu Digistive kexi yfir. Berið strax fram.

S´mores

S´moresUm daginn prófuðum við uppskrift sem Jakob kom með hugmynd að. Hann er svo mikill mataráhugamaður og mér þykir alltaf jafn gaman þegar hann er að stinga upp á matréttum.  Þetta er sem sagt hans útgáfa af S´mores sem bandaríkjamenn virðast varla kveikja eld án þess að útbúa. Hafrakex var smurt með súkkulaði Nusica, sykurpúðar grillaðir og síðan klemmdir á milli tveggja kexkakna. Súpergott og einfalt. Stökkt kex, mjúkt súkkulaði og hálf bráðinn sykurpúði – þetta er tjúlluð blanda sem hvarf ofan í krakkana.

S´moresS´moresS´moresS´moresS´moresS´mores

S´mores

  • hafrakex, t.d. Digestive
  • Nusica súkkulaðismjör
  • sykurpúði

Smyrjið hafrakex með súkkulaðismjöri. Þræðið sykurpúða upp á grilltein og grillið þar til stökkir að utan og mjúkir að innan. Rennið grilluðum sykurpúðum af grillspjótinu beint á smurt kexið, leggið smurða kexköku ofan á og klemmið saman.