Um daginn prófuðum við uppskrift sem Jakob kom með hugmynd að. Hann er svo mikill mataráhugamaður og mér þykir alltaf jafn gaman þegar hann er að stinga upp á matréttum. Þetta er sem sagt hans útgáfa af S´mores sem bandaríkjamenn virðast varla kveikja eld án þess að útbúa. Hafrakex var smurt með súkkulaði Nusica, sykurpúðar grillaðir og síðan klemmdir á milli tveggja kexkakna. Súpergott og einfalt. Stökkt kex, mjúkt súkkulaði og hálf bráðinn sykurpúði – þetta er tjúlluð blanda sem hvarf ofan í krakkana.
S´mores
- hafrakex, t.d. Digestive
- Nusica súkkulaðismjör
- sykurpúði
Smyrjið hafrakex með súkkulaðismjöri. Þræðið sykurpúða upp á grilltein og grillið þar til stökkir að utan og mjúkir að innan. Rennið grilluðum sykurpúðum af grillspjótinu beint á smurt kexið, leggið smurða kexköku ofan á og klemmið saman.
Líst vel á Jakob. Sykurpúðar eru uppáhaldið mitt þannig að ég verð að prófa! 🙂
Var með svona fyrir 7 börn upp í sumarbústað og vakti mikla lukku 🙂