Hakkabuff með karamelluseruðum lauki og rjómasósu

Í dag var fyrsti vinnudagurinn minn eftir sumarfrí og lífið því dottið aftur í sína eðlilegu rútínu. Eins og mér þykir æðislegt að vera í fríi þá finnst mér alltaf jafn gaman þegar allt hefst að nýju eftir sumarið. Hversdagsrútínan er notaleg!

Mér þykir svona heimilismatur alveg hreint dásamlega góður og sérstaklega núna þegar það eru nýjar kartöflur í búðunum. Við létum okkur nægja að bera hann bara fram með nýjum kartöflum og sultu en bæði hrásalat og ferskt salat fer auðvitað stórvel með.

Hakkabuff með karamelluseruðum lauki og rjómasósu (uppskrift fyrir 4)

  • 600 g nautahakk
  • 1/2 dl brauðrasp
  • 1/2 dl rjómi
  • 1 dl mjólk
  • 1 egg
  • 1 laukur
  • 2 tsk salt
  • svartur pipar
  • 1 tsk sykur

Blandið rjóma, mjólk og brauðraspi saman í skál og látið standa í 5 mínútur. Setjið hakkaðan lauk, egg, salt, sykur og pipar saman við og notið töfrastaf til að blanda öllu saman. Setjið að lokum nautahakkið saman við og blandið öllu vel saman. Mótið buff og steikið upp úr vel af smjöri.

Karamelluseraður laukur

  • 3 gulir laukar
  • salt
  • sykur
  • pipar
  • smjör

Skerið laukinn þunnt niður. Bræðið smjör á pönnu og setjið laukinn á. Steikið við miðlungshita (passið að hafa hitann ekki of háann), laukurinn á að mýkjast og fá smá lit. Hrærið annað slagið í lauknum. Setjið salt, sykur og pipar eftir smek undir lokin og látið laukinn karamelluserast.

Rjómasósa

  • steikingakraftur frá hakkabuffinu
  • 2 dl rjómi
  • 2 dl sýrður rjómi
  • 1-2 grænmetisteningar
  • salt og pipar
  • sojasósa
  • maizena til að þykkja.

Blandið öllu saman í pott og látið sjóða saman. Smakkið til! Endið á að þykkja með maizena eftir smekk.

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

Sænskur heimilismatur eins og hann gerist bestur!

Kálbúðingur

Svakalega hefur kólnað hratt undanfarna daga. Ég sest ekki orðið upp í bílinn án þess að setja hitann á sætinu í botn og þegar ég fór í stutta göngu í gærkvöldi hélt ég að nefið myndi detta af mér. Það er á svona köldum dögum sem mér þykir góður heimilismatur sérlega lokkandi og þegar ég eldaði þennan dásamlega heimilismat um daginn fannst mér lífið svo ljúft, þrátt fyrir kuldann og skammdegið.

Kálbúðingur

Uppskriftin fylgir mér frá Svíþjóðarárunum og er alveg hreint æðislega góð. Þennan rétt þekkja allir sem hafa dvalið í Svíþjóð þar sem hann er vinsæll hversdagsmatur. Rétturinn er svo einfaldur og góður að mér finnst að allir ættu að prófa hann. Ég ber réttinn fram með bestu rjómasósunni (ekki sleppa henni, hún passar svo vel með), kartöflum, sultu og hrásalti fyrir þá sem það vilja. Haustleg og dásamlega góð máltíð!

Kálbúðingur

  • 1 lítill hvítkálshaus (um 1 kg)
  • smjör til að steikja í
  • 1-2 dl vatn
  • 2 msk síróp
  • salt
  • 400 g nautahakk
  • 1 egg
  • ca 1 tsk Kød & Grill krydd (eða annað krydd)
  • 1 dl vatn
  • salt og pipar

Skerið hvítkálið í litla bita og steikið þá í smjöri. Setjið smá vatn annað slagið á pönnuna svo hvítkálið brenni ekki. Saltið og piprið. Þegar hvítkálið er orðið mjúkt þá er sírópi helt yfir og látið steikjast í nokkrar mínútur til viðbótar.

Blandið nautahakki saman við egg, vatn og krydd.

Setjið helming af hvítkálinu í botn á eldföstu móti. Setjið hakkblönduna yfir og sléttið yfirborðið. Setjið seinni helminginn af hvítkálinu yfir. Bakið við 175° í um 45 mínútur. Ef hvítkálið gerir sig líklegt til að brenna þá er álpappír settur yfir.

Rjómasósa

  • 3 dl rjómi
  • 1,5 dl sýrður rjómi
  • 1 kjúklingakraftsteningur
  • 1 msk sojasósa
  • 1 msk rifsberjahlaup
  • 1 msk hveiti, hrært saman við smá vatn (eða sósuþykkir)
  • salt og pipar

Blandið öllu saman í pott og látið suðuna koma upp. Látið sjóða við vægan hita í 5 mínútur og smakkið til.