Big Mac hamborgarasósan

Síðasta sumar gekk uppskriftin af Big Mac hamborgarasósunni um netheima og það var ekki fyrr en um daginn, þegar ég gerði halloumi hamborgarana, að ég lét verða af því að prófa hana. Hún var geggjuð! Mig grunar að ég eigi eftir að hræra í margar svona í sumar.

Big Mac hamborgarasósan

  • 1 dl majónes (Hellmanns)
  • 2 msk fínhökkuð sýrð gúrka
  • 1 msk gult sinnep
  • 1 tsk hvítvínsedik
  • 1 tsk hvítlaukskrydd
  • 1 tsk laukkrydd
  • 1 tsk paprikukrydd

Blandið öllu saman. Tilbúið!