Ískaldur og svalandi súkkulaðisjeik er alltaf viðeigandi og stórgóð leið til að lífga upp á hversdagsleikann. Við fengum okkur þennan í eftirrétt í vikunni og glösin voru ekki lengi að tæmast. Krakkarnir gáfu þumalinn upp og mig grunar að blandarinn okkar fái litla hvíld á næstunni.
Súkkulaðisjeik (2 glös) – Uppskrift frá Mitt Kök
- 4 dl mjólk
- 2 dl vanilluís
- 3 msk Nesquik
- 1 tsk vanillusykur
Mixið allt saman í blandara eða með töfrasprota. Hellið í glös og skreytið með þeyttum rjóma, súkkulaðispæni og súkkulaðisósu.