Heimsins besti og einfaldasti ís – Nutellaís!

Heimsins besti og einfaldasti ís - Nutellaís!

Yfir Eurovision um síðustu helgi bauð ég upp á æðislegt tacogratín sem vakti rífandi lukku og ég mun setja uppskrift af hingað inn fljótlega. Það var þó eftirrétturinn sem stal senunni, Nutellaís! Einfaldasti og besti ís í heimi! Þessi er ávanabindandi…

Heimsins besti og einfaldasti ís - Nutellaís!

Ísinn var dásamaður í bak og fyrir, og kláraðist að sjálfsögðu upp til agna. Þetta verður ekki einfaldara, aðeins tvö hráefni! Þetta verðið þið að prófa.

Heimsins besti og einfaldasti ís - Nutellaís!

Nutellaís

  • 5 dl rjómi
  • 350 g Nutella

Setjið rjóma og Nutella í skál og þeytið saman þar til létt. Setjið í form og í frysti í amk 6 klst. Berið fram með ferskum berjum.

Heimsins besti og einfaldasti ís - Nutellaís!