Heimsins besti og einfaldasti ís – Nutellaís!

Heimsins besti og einfaldasti ís - Nutellaís!

Yfir Eurovision um síðustu helgi bauð ég upp á æðislegt tacogratín sem vakti rífandi lukku og ég mun setja uppskrift af hingað inn fljótlega. Það var þó eftirrétturinn sem stal senunni, Nutellaís! Einfaldasti og besti ís í heimi! Þessi er ávanabindandi…

Heimsins besti og einfaldasti ís - Nutellaís!

Ísinn var dásamaður í bak og fyrir, og kláraðist að sjálfsögðu upp til agna. Þetta verður ekki einfaldara, aðeins tvö hráefni! Þetta verðið þið að prófa.

Heimsins besti og einfaldasti ís - Nutellaís!

Nutellaís

  • 5 dl rjómi
  • 350 g Nutella

Setjið rjóma og Nutella í skál og þeytið saman þar til létt. Setjið í form og í frysti í amk 6 klst. Berið fram með ferskum berjum.

Heimsins besti og einfaldasti ís - Nutellaís!

6 athugasemdir á “Heimsins besti og einfaldasti ís – Nutellaís!

  1. Sæl Svava!

    Ég er með smá grillveislu á laugardaginn og er að plana eftirrétt. Hvernig heldur þú að þessi ís myndi sóma sér ofan á marengsbotni (rice krispis marengs kannskI?) og í frysti, sumsé sem smá ísterta? Og kannski setja svo fersk jarðaber ofan á þegar borið er fram? er ég alveg á villigötum hér 🙂

    Takk annars fyrir frábært blogg, þú hefur bjargað mörgum veislunum hjá mér 🙂

    1. Svo var eg að prófa þetta aðan og rjóminn og súkkulaðið skildi sig…. Kom voða vökvi ur súkkulaðinu og hitt varð half kekkjott, er eth töfratrikk við þetta? 🙂

      1. En svekkjandi. Notaðir þú örugglega Nutella? Ég lenti nefnilega í því sama þegar ég prófaði að nota Nusica, sem er svipað Nutella en frá öðru merki. Hef ekki lent í þessu þegar ég er með Nutella.

      1. Takk fyrir þetta! Það er akkurat það sem ég gerði, þ.e notaði Nusica í stað Nutella! Prófa þetta aftur, núna m Nutella, ekki spr! 🙂

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s