Meðlæti með grillmatnum

 

Meðlæti með grillmatnum

Ég lofaði viðbót í meðlætaflokkinn hér á blogginu og bæti núna tveim góðum meðlætum í hópinn, grillaðar kartöflur með rósmarín og reyktu paprikukryddi sem og marineruðum sveppum sem er gott að setja yfir grillkjötið.

Meðlæti með grillmatnum

Grillaðar kartöflur með rósmarín og reyktu paprikukryddi

 • 500 g kartöflur, skornar í teninga
 • 1 laukur, skorinn í smáa bita
 • 6 hvítlauksrif, afhýdd og hvert rif skorið í þrennt
 • 1,5-2 msk ólífuolía
 • 1 ½ tsk rósmarínkrydd (þurrkað), sem er mulið niður í mortéli
 • ½ tsk reykt paprikukrydd
 • ½ tsk salt
 • ½ tsk pipar úr kvörn

Hitið grillið í miðlungshita. Setjið kartöflubitana, laukinn, hvítlaukinn og ólífuolíuna í skál og blandið vel saman. Bætið rósmarín, reyktri papriku, salti og pipar í skálina og blandið öllu vel saman.

Takið tvö 60 cm álpappírsblöð og leggið yfir hvort annað þannig að það myndi kross. Setjið kartöflublönduna í miðjuna á krossinum og passið að þær séu í nokkuð jöfnu lagi. Brjótið álpappírinn saman yfir kartöflurnar og klípið hann saman til að loka vel fyrir. Takið þriðja álpappírsblaðið og vefjið utan um kartöflupakkann. Setjið á grillið í 20 mínútur, snúið þá pakkanum við og grillið áfram í 15-20 mínútur. Farið varlega þegar þið opnið álpappírspakkann því það kemur mikill hiti úr honum. Kartöflurnar geymast heitar í pakkanum í 10-15 mínútur.

Meðlæti með grillmatnum

Grillaðir marineraðir sveppir

Marineringin:

 • 1/4 bolli ólífuolía
 • 1/4 bolli sítrónusafi
 • handfylli af steinselju
 • 1 tsk sykur
 • 1 tsk salt
 • 1/4 tsk pipar
 • 1/4 tsk cayenne pipar
 • 1-2 hvítlauksrif
 • 1 msk balsamik edik

Setjið öll hráefnin í matvinnsluvél og vinnið saman í nokkuð slétta blöndu.

 • 450 g sveppir
 • 10 spjót

Skerið sveppina í tvennt, setjið þá í poka og hellið marineringunni yfir. Setjið pokann í ísskáp í 30-45 mínútur.

Ef notuð eru tréspjót er best að leggja þau í bleyti í 15 mínútur svo þau brenni ekki á grillinu. Þræðið sveppina upp á spjótin (best er að snúa þeim upp á svo sveppirnir klofni ekki) og grillið í 3 mínútur á hvorri hlið.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s