Sambal oelek

Ég veit ekki hvað ég hef fengið marga tölvupósta og fyrirspurnir um sambal oelek og ákvað því að svara þeim hér í sér færslu. Mér þykir þetta chilimauk svo gott og nota það mikið í eldamennsku. Það virðist þó sem þetta sé nokkuð nýtt hér á Íslandi og því margir sem þekkja ekki til þess.

Þegar ég bjó í Svíþjóð vandist ég á að nota sambal oelek í matargerð. Þegar við fluttum heim fann ég það hins vegar ekki í búðunum hér heima og lagði það þá í vana minn að byrgja mig upp í Svíþjóðarferðum mínum.

Það er ekki langt síðan ég byrjaði að sjá þetta í hillunum í Bónus, mér til mikillar gleði. Nú er ég ekki með á hreinu í hvaða fleiri verslunum sambal oelek fæst en það kemur frá Santa Maria og hlýtur því að fást víðar en í Bónus. Ég skal hafa augun opin og láta vita ef ég sé þetta á fleiri stöðum.