Góða kvöldið!
Mig langar að benda ykkur á að Hagkaup er með 20% afslátt af Margrétar skálunum þessa dagana. Í tilefni af 60 ára afmæli skálanna komu þær aftur í gömlu retro litunum sem eru dásamlega fallegir. Ég stökk til um leið og þær komu og keypti mér fjórar skálar í mismunandi stærðum (ég valdi bleikar og bláar en hefði vel getað hugsað mér þær allar). Ég hef átt eina Margrétarskál í fjölda mörg ár og nota hana stöðugt. Mamma á skálarnar hins vegar í öllum stærðum. Þessar dönsku skálar eru margverðlaunaðar og hafa meira að segja verið á frímerki í Danmörku!
Við erum nýbúin að borða kvöldmatinn (tacogratín – svoooo gott!), strákarnir eru að velja mynd og kvöldinu ætlum við að eyða í sjónvarpssófanum. Ég get ekki hugsað mér betri stað á föstudagskvöldum en hér heima í afslöppun eftir vikuna. Ég er enn í sæluvímu eftir Svíþjóðarferðina og þegar ég datt niður á sænskt snakk í vikunni var ég fljót að kippa með mér tveimur pokum sem eru komnir í skál núna.
Svíþjóðarferðin var yndisleg í alla staði. Veðrið lék við okkur og við höfðum það svo gott. Stokkhólmur er borg sem allir ættu að heimsækja. Fyrir mér er ferð í Iittala outlettið ómissandi í Stokkhólmsheimsóknum og ég mátti til með að smella af nokkrum myndum þar til að sýna ykkur.
Himnaríki!
Eigið gott föstudagskvöld ♥
vá ég verð að senda kallinn í Iittala outlet..hvernig er verðlagið þarna? er þetta eitthvað ódýrara en td í fríhöfninni hérna heima? 🙂
Verðlagið er misjafnt en það er alltaf hægt að gera góð kaup. Sumt er á svipuðu verði og hér heima á meðan annað er margfalt ódýrara. Það er misjafnt hvað það er sem er á tilboði en ég fer alltaf með góðan poka þarna út 🙂
Nei!! Ég var þarna í byrjun sept og hafði ekki hugmynd um að það væri iittala outlet – sem betur fer kannski 😉
Ertu ekki að grínast – en spælandi! Þú verður bara að fara aftur 🙂
Hvar er þetta iittala outlet?
Það er í Gustavsberg. Þú getur séð staðsetninguna betur hér:
http://iittalaoutlet.se/outlet/gustavsberg/
Gæti alveg gleymt mér í þessari búð 🙂
Það er mjög auðvelt og gaman að gleyma sér þarna 🙂
Hvar er þetta Iittala outlet og er það opið allan ársins hring? 🙂
Það er í Gustavsberg og er opið allt árið. Þú getur séð meira um staðsetningu og opnunartíma hér:
http://iittalaoutlet.se/outlet/gustavsberg/
er svo klárlega að fara þangað í apríl þegar ég fer til Stokkhólms!