Föstudagskvöld

FöstudagskvöldFöstudagskvöld

Góða kvöldið!

Mig langar að benda ykkur á að Hagkaup er með 20% afslátt af Margrétar skálunum þessa dagana. Í tilefni af 60 ára afmæli skálanna komu þær aftur í gömlu retro litunum sem eru dásamlega fallegir. Ég stökk til um leið og þær komu og keypti mér fjórar skálar í mismunandi stærðum (ég valdi bleikar og bláar en hefði vel getað hugsað mér þær allar). Ég hef átt eina Margrétarskál í fjölda mörg ár og nota hana stöðugt. Mamma á skálarnar hins vegar í öllum stærðum. Þessar dönsku skálar eru margverðlaunaðar og hafa meira að segja verið á frímerki í Danmörku!

Við erum nýbúin að borða kvöldmatinn (tacogratín – svoooo gott!), strákarnir eru að velja mynd og kvöldinu ætlum við að eyða í sjónvarpssófanum.  Ég get ekki hugsað mér betri stað á föstudagskvöldum en hér heima í afslöppun eftir vikuna. Ég er enn í sæluvímu eftir Svíþjóðarferðina og þegar ég datt niður á sænskt snakk í vikunni var ég fljót að kippa með mér tveimur pokum sem eru komnir í skál núna.

Föstudagskvöld

Svíþjóðarferðin var yndisleg í alla staði. Veðrið lék við okkur og við höfðum það svo gott. Stokkhólmur er borg sem allir ættu að heimsækja. Fyrir mér er ferð í Iittala outlettið ómissandi í Stokkhólmsheimsóknum og ég mátti til með að smella af nokkrum myndum þar til að sýna ykkur.

FöstudagskvöldFöstudagskvöldFöstudagskvöldFöstudagskvöldFöstudagskvöld

Himnaríki!

Eigið gott föstudagskvöld 

11 athugasemdir á “Föstudagskvöld

  1. vá ég verð að senda kallinn í Iittala outlet..hvernig er verðlagið þarna? er þetta eitthvað ódýrara en td í fríhöfninni hérna heima? 🙂

    1. Verðlagið er misjafnt en það er alltaf hægt að gera góð kaup. Sumt er á svipuðu verði og hér heima á meðan annað er margfalt ódýrara. Það er misjafnt hvað það er sem er á tilboði en ég fer alltaf með góðan poka þarna út 🙂

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s