Grillaðar samlokur með stökkri skorpu

Grillaðar samlokur með stökkri skorpu

Ég á alveg svakalega erfitt með að standast brauðmeti og gæti eflaust lifað sátt á grilluðum samlokum svo dögum skipti án þess að fá nóg. Þegar ég var yngri gaf mamma mér stundum grillaða samloku með skinku, osti, tómatsósu og lauk (ýmist með hráum eða steiktum, bæði er gott) og það þykir mér enn þann dag í dag vera æðislega gott. Síðan þykir mér líka gott að gera hefðbundna grillaða samloku með skinku og osti en fæ mér þá gott sinnep með. Og ef brauðið er gott og osturinn bragðmikill þykir mér samlokan nánast jafnast á við veislumat.

Grillaðar samlokur með stökkri skorpu

Ég las fyrr í haust í Bon Appetit að lykillinn að góðri grillaðri samloku væri mæjónes. Ég sem hafði staðið í þeirri trú að það að smyrja brauðið að utan (þær hliðar sem fara á grillið) með smjöri væri trixið komst að því að smyrja brauðið með mæjónesi gefur brakandi stökka skorpu sem gerir samlokun súpergóða. Ég mæli með að þið prófið!

Grillaðar samlokur með stökkri skorpu

3 athugasemdir á “Grillaðar samlokur með stökkri skorpu

  1. Það er líka æðislega gott að blanda góðu mayo saman við ostinn þegar maður gerir e.k. grillað ostabrauð (semsagt opið brauð) í ofni, verður rosa djúsí! Ég verð að prófa þitt trikk 🙂

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s