Sítrónumús með lakkrísskífu

Sítrónumús með lakkrísskífu

Þegar við vorum með plankasteikina um síðustu helgi útbjó ég í fljótlegan eftirrétt handa okkur. Eftir eins þungan mat og nautasteik er þykir mér passa sérlega vel að hafa eftirréttinn léttan og ferskan. Við erum öll hrifin af flest öllu með sítrónu í og því var nokkuð öruggt að þessi sítrónumús myndi hrífa okkur, sem hún svo sannarlega gerði. Stökkar lakkrísskífurnar fara stórkostlega vel með sítrónumúsinni og ég mæli því með að gera ráð fyrir fleiri en einni lakkrísskífu á mann.

Sítrónumús með lakkrísskífu

Sítrónumús með lakkrísskífu – uppskrift fyrir 5-6

  • 250 g mascarpone ostur
  • 2 dl sýrður rjómi
  • 1 dl lemon curd
  • hýði og safi úr 1 sítrónu
  • lakkrískaramellur (ég keypti þær í stykkjatali á nammibarnum í Hagkaup, þar eru þær með bréfi utan um)

Hrærið saman mascarpone, sýrðum rjóma og lemon curd þar til blandan verður létt í sér. Smakkið til með sítrónusafa og fínrifnu sítrónuhýði (passið að rífa bara efsta hlutann). Setjið sítrónumúsina í skálar og geymið í ísskáp þar til hún er borin fram.

Setjið lakkrískaramellurnar á bökunarplötu klædda smjörpappír. Passið að hafa gott bil á milli þeirra því þær renna út í ofninum. Setjið í 225° heitan ofn í um 5 mínútur eða þar til þær hafa runnið út í þunnar skífur. Passið að þær brenni ekki. Látið kólna.

Stingið lakkrísskífu í sítrónumúsina og berið fram.

Sítrónumús með lakkrísskífuSítrónumús með lakkrísskífu

4 athugasemdir á “Sítrónumús með lakkrísskífu

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s