Litlar After Eight pavlovur

Hér kemur síðasta uppskriftin frá áramótunum okkar, nefnilega eftirrétturinn. Ég er vön að vera með tvenna eftirrétti á gamlárskvöld en núna lét ég einn duga. Ég gerði litlar pavlovur með After eight bæði í botninum og í rjómanum. Svo gott!

Botnana gerði ég kvöldið áður. Ég bræddi líka súkkulaðið í rjómanum þá og geymdi í ísskáp yfir nóttu. Daginn eftir þeytti ég súkkulaðirjómann upp og sprautaði yfir botnana. Áður en ég bar kökurnar  fram skreytti ég þær með berjum og Afteri eight plötu sem hafði verið skorin í þríhyrning. Þar sem við elskum rjóma í þessar fjölskyldu þá bar ég léttþeyttan rjóma með til hliðar.

After Eight pavlovur – uppskriftin gefur 12 litlar pavlovur

Botnar:

  • 4 eggjahvítur við stofuhita
  • 2 dl sykur
  • 1/2 tsk balsamik edik
  • 50 g After Eight

Yfir pavlovurnar

  • 200 g After Eight
  • 2 dl rjómi
  • fersk ber og kökuskraut til að setja yfir

Setjið eggjahvíturnar í skál og þeytið, fyrst hægt en aukið svo hraðan. Þegar eggjahvíturnar byrja að þykkna er sykrinum bætt út í smátt og smátt á meðan hrærivélin gengur. Þeytið áfram þar til marensinn er orðinn glansandi og vel stífur. Bætið balsamik ediki út í undir lokin. Bræðið nú After Eight og blandið varlega saman við marensinn. Látið helst súkkulaðirendurnar sjást.

Hitið ofninn í 150°. Setjið bökunarpappír og ofnplötu og setjið marensinn í sprautupoka (eða mótið pavlovurnar með tveim skeiðum). Sprautið 12 pavlovur á bökunarpappírinn og látið vera smá dæld í miðjunni á þeim. Bakið í neðri hluta ofnsins í um 60 mínútur. Látið kólna alveg áður en fyllingin er sett yfir.

Hitið rjóma að suðu, takið pottinn af hitanum og leggið After Eight plöturnar í pottinn. Hrærið saman þar til súkkulaðið er alveg bráðnað. Látið After Eigth rjómann kólna alveg í ísskáp (það er sniðugt að gera þetta kvöldið áður svo rjóminn geti kólnað yfir nóttu). Þeytið Afteri Eight rjómann upp og setjið yfir pavlovurnar. Skreytið með ferskum berjum, After Eight plötum og kökuskrauti.

 

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

Ein athugasemd á “Litlar After Eight pavlovur

Færðu inn athugasemd við Halla Björk Hætta við svar

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s