Grillaðir BBQ-kjúklingaleggir

Grillaðir BBQ-kjúklingaleggir

Gærkvöldið tók óvænta stefnu þegar ég ákvað skyndilega að bjóða mömmu og Eyþóri bróður í mat og fótboltaáhorf til okkar. Þvílíkt kvöld og þvílíkur leikur! Ég hef ekki taugar í þetta og hef því blendnar tilfinningar fyrir næsta leik. Tilhlökkun og kvíði fyrir stressfaktornum sem fer upp úr öllu veldi, en það er kannski bara partur af programmet? Hvað veit ég. Ég sem hef aldrei fylgst með fótbolta sit orðið allar helgar og horfi á 4. flokk Breiðabliks keppa og núna bætist Evrópumótið við. Maður veit víst aldrei hvað bíður manns. Kannski fer ég bráðum að halda með liði í ensku deildinni eða eitthvað. Nei, ég segi bara svona…

Grillaðir BBQ-kjúklingaleggirGrillaðir BBQ-kjúklingaleggir

Þar sem matarboðið kom skyndilega upp og mig langaði hvorki í hamborgara né pizzu, þá ákvað ég að grípa í uppskrift sem ég fékk fyrir nokkrum árum og hefur verið notuð óteljandi sinnum hér heima, grillaðir BBQ-kjúklingaleggir. Þessi uppskrift er með þeim einföldustu og bestu, ég lofa! Kjúklingaleggirnir eru forsoðnir þannig að þeir þurfa bara stutta stund á grillinu. Með þessari eldunaraðferð fær maður safaríka og góða kjúklingaleggi en ekki þurra eins og vill verða þegar þeir eru bara grillaðir. Skotheld uppskrift sem vekur alltaf lukku!  Með matnum drukkum við Allegrini Soave sem setti algjörlega punktinn yfir i-ið. Frábært hvítvín á góðu verði.

grillaður bbq1

Grillaðir BBQ-kjúklingaleggir

Kjúklingaleggirnir eru soðnir í potti með kjúklingakrafti (ca 1 kjúklingateningur á hvern bakka af kjúklingaleggjum) í 10-15 mínútur. Þá eru þeir teknir úr pottinum og látnir kólna aðeins. BBQ-sósu er síðan penslað á kjúklingaleggina og þeir að lokum grillaðir í stutta stund þannig að BBQ-sósan karamellist utan um kjúklingalegginn. Gott er að pensla smá auka BBQ-sósu á kjúklinginn þegar hann er á grillinu.

Dásamlegur BBQ kjúklingur – með öllu í einum pakka!

Dásamlegur BBQ kjúklingur - með öllu í einum pakka!Á morgun er síðasti vinnudagur minn fyrir sumarfrí og ég get varla beðið. Það verður svo notalegt að fara í frí og gott að fá tíma til að sinna því sem hefur setið á hakanum. Það sem stendur efst á to-do listanum er að fara með krakkana á franska kartöflustaðinn sem var að opna í miðbænum. Það er búið að bíða eftir þeirri ferð síðan við lásum í blöðunum að það stæði til að opna hann. Hvað ég get sagt, sonur minn elskar franskar (og ég líka). Vonandi stendur staðurinn undir væntingum.

Dásamlegur BBQ kjúklingur - með öllu í einum pakka!

Annað sem hefur verið ákveðið að gera í fríinu er að fara Austfirðina með vinafólki okkar. Þar ætlum við að bjóða þeim upp á grillaðan kjúkling sem við gerðum hér heima um daginn og erum enn að dásama. Þetta er besti grillréttur sem við vitum um. Hann er algjör draumur fyrir matarboð því það er hægt að gera réttinn alveg kláran áður en gestirnir koma og það eru engar skálar eða áhöld sem þarf að vaska upp eftir matinn. Það fer allt saman í álpappír á grillið og þaðan fer maturinn beint á diskana. Hentugt og hreint út sagt súpergott!

Dásamlegur BBQ kjúklingur - með öllu í einum pakka!

BBQ-kjúklingur með öllu í einum pakka – gerið ráð fyrir 1 pakka fyrir börn og 2 pökkum fyrir fullorðna

 • álpappír, rifinn í ca 30 x 45 cm fyrir hvern pakka.
 • PAM sprey
 • Hunt´s Honey Hickory BBQ Sauce
 • kartöflur, skornar í sneiðar
 • sætar kartöflur, skornar í sneiðar
 • Philadelphia rjómaostur
 • úrbeinuð kjúklingalæri frá Rose Poultry
 • græn paprika, hökkuð
 • rauð paprika, hökkuð
 • rauðlaukur, hakkaður
 • sveppir, sneiddir
 • salt og pipar
 • cheddar ostur, rifinn

Fyrir hvern pakka: Rífið álpappír í stærðinni 30 x 45 cm. Spreyið yfir álpappírinn með PAM og setjið rúmlega teskeið af BBQ sósu í miðjuna á álpappírnum. Skerið kartöflur í sneiðar og leggið yfir (miðið við 1 – 1 ½ kartöflu í hvern pakka). Setjið smá Philadelphia rjómaost yfir (u.þ.b. 1- 1½ msk), og þar á eftir sætar kartöflusneiðar yfir í svipuðu magni og kartöflurnar. Setjið rúmlega teskeið af BBQ sósu yfir og leggið þar á eftir úrbeinað kjúklingalæri yfir. Saltið og piprið og setjið rúmlega teskeið af BBQ sósu yfir. Hakkið papriku og rauðlauk, sneiðið sveppi og leggið efst. Lokið nú álpappírnum með því að lyfta langhliðunum upp og brjóta tvöfalt brot niður (passið að hafa loft fyrir ofan matinn fyrir gufuna sem myndast). Lokið hliðunum eins, þ.e. með tvöföldu broti, og grillið á lokuðu grilli, við miðlungsháan hita, í 25 mínútur.

Takið af grillinu, opnið pakkana að ofan og stráið rifnum cheddar yfir. Lokið aftur og látið standa í nokkrar mínútur á meðan osturinn bráðnar.

Dásamlegur BBQ kjúklingur - með öllu í einum pakka!Dásamlegur BBQ kjúklingur - með öllu í einum pakka!Dásamlegur BBQ kjúklingur - með öllu í einum pakka!Dásamlegur BBQ kjúklingur - með öllu í einum pakka!Dásamlegur BBQ kjúklingur - með öllu í einum pakka!Dásamlegur BBQ kjúklingur - með öllu í einum pakka!

 

Grillaðir BBQ-kjúklingaleggir

Þessir BBQ-kjúklingaleggir lenda reglulega á grillinu hjá okkur á sumrin. Uppskriftina fékk ég hjá Helgu P, vinkonu og samstarfskonu minni, og hún hefur aldrei klikkað.  Áður en ég fékk þessa uppskrift forðuðumst við að grilla kjúkling því hann átti það til að verða þurr hjá okkur. Við vorum alltaf að passa svo vel að hann væri grillaður í gegn. Ég hef hins vegar ekki fengið þurran kjúkling af grillinu síðan ég prófaði þessa aðferð í fyrsta sinn. Kjúklingaleggirnir verða alveg æðislega góðir en það er í raun hægt að nota hvaða hluta kjúklings sem er. Leggirnir hafa verið í uppáhaldi hjá okkur og krökkunum finnst gott að setja bara álpappír um endann og sleppa við hnífapörin.

Það er alveg upplagt að gera þessa BBQ-kjúklingaleggi fyrir veislur eða matarboð því það er hægt að undirbúa kjúklinginn áður þannig að það þurfi bara rétt að skella honum á heitt grillið í nokkrar mínútur.

Kjúklingaleggirnir eru soðnir í potti með kjúklingakrafti (ca 1 kjúklingateningur á hvern bakka af kjúklingaleggjum) í ca 8 mínútur. Þá eru þeir teknir úr pottinum og látnir kólna aðeins. BBQ-sósu er síðan penslað á kjúklingaleggina og þeir að lokum grillaðir við háan hita í stutta stund þannig að BBQ-sósan karamellist utan um kjúklingalegginn.