Grillaðir BBQ-kjúklingaleggir

Þessir BBQ-kjúklingaleggir lenda reglulega á grillinu hjá okkur á sumrin. Uppskriftina fékk ég hjá Helgu P, vinkonu og samstarfskonu minni, og hún hefur aldrei klikkað.  Áður en ég fékk þessa uppskrift forðuðumst við að grilla kjúkling því hann átti það til að verða þurr hjá okkur. Við vorum alltaf að passa svo vel að hann væri grillaður í gegn. Ég hef hins vegar ekki fengið þurran kjúkling af grillinu síðan ég prófaði þessa aðferð í fyrsta sinn. Kjúklingaleggirnir verða alveg æðislega góðir en það er í raun hægt að nota hvaða hluta kjúklings sem er. Leggirnir hafa verið í uppáhaldi hjá okkur og krökkunum finnst gott að setja bara álpappír um endann og sleppa við hnífapörin.

Það er alveg upplagt að gera þessa BBQ-kjúklingaleggi fyrir veislur eða matarboð því það er hægt að undirbúa kjúklinginn áður þannig að það þurfi bara rétt að skella honum á heitt grillið í nokkrar mínútur.

Kjúklingaleggirnir eru soðnir í potti með kjúklingakrafti (ca 1 kjúklingateningur á hvern bakka af kjúklingaleggjum) í ca 8 mínútur. Þá eru þeir teknir úr pottinum og látnir kólna aðeins. BBQ-sósu er síðan penslað á kjúklingaleggina og þeir að lokum grillaðir við háan hita í stutta stund þannig að BBQ-sósan karamellist utan um kjúklingalegginn.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s