Í gær áttum við Öggi 10 ára brúðkaupsafmæli og héldum upp á það á Gordon Ramsay veitingastaðnum Maze Grill. Ég held að við hefðum ekki getað valið betri stað. Maturinn var æðislegur og staðurinn svo flottur í alla staði.
Við byrjuðum á að fá okkur kampavín í fordrykk. Vínseðillinn kemur á Ipad, ótrúlega smart.
Í forrétt fékk Öggi sér ólívur og hnetur en ég fékk mér þá albestu sveppasúpu sem ég hef smakkað.
Þjónninn kom með kjötbitana og sýndi okkur þegar við vorum að panta aðalréttinn.
Það var ekki einfalt val því bæði þarf að velja á milli tegunda á nautum, hvernig nautið var fóðrað, hversu gamalt kjötið var og á endanum hvaða hluta af nautinu. Við enduðum á T-bone steik af 28 daga Aberdeen Angus sem var alinn á grasi. Með þessu fengum við okkur þykkar franskar kartöflur, salat, béarnaise og piparsósu.
Í eftirrétt fengum við okkur vanillu-ostaköku með ástaraldinkrumbli.
Þetta var ein sú besta máltíð sem við höfum borðað og þjónustan var frábær. Það var fyllt á glösin áður en þau tæmdust, þurrkað af borðinu á milli rétta og séð til þess að ekkert vantaði. Þetta var frábært kvöld í alla staði og Maze Grill er staður sem við getum ekki beðið eftir að fara aftur á.
En hvað þetta hefur verið spennandi og mikil upplifun fyrir ykkur. Bara boðin í eldhúsið , er verið að sýna ykkur steikarofninn?
Ef þetta er ekki ljúfmeti og lekkertheit þá veit ég ekki hvað það er! Innilegar hamingjuóskir á brúðkaupsafmælinu! 🙂
Eitt stórt VÁ!! þetta hefur verið æði, til hamingju með brúðkaupsafmælið.
Vá, hvað þetta hefur verið frábært! Til hamingju aftur með brúðkaupsafmælið:)