Sagan segir að tómatsúpan sem fæst á kaffihúsum Nordstrom verslana í Bandaríkjunum sé stórkostlega góð. Mér hefur aldrei dottið í hug að fara á kaffihúsið þegar ég hef verið í Nordstrom, það eru svo margir aðrir matsölustaðir í Bandaríkjunum sem mér þykja meira lokkandi. En kannski hef ég verið að missa af einhverju stórkostlegu?
Nordstrom hefur gefið út matreiðslubækur og í einni þeirra leynist uppskriftin af tómatsúpunni vinsælu. Krakkarnir hættu ekki að dásama hana þegar ég prófaði uppskriftina hér heima. Grilluð ostasamloka færi vel með en hér var boðið upp á nýbakað New York Times-brauð með osti. Krakkarnir voru í skýjunum! Einfaldur, barnvænn, ódýr og góður hversdagsmatur.
Tómatsúpa
- ⅓ bolli ólívuolía
- 4 stórar gulrætur, afhýddar og skornar í teninga
- 1 stór laukur, sneiddur
- 1 msk þurrkuð basilika
- 3 dósir heilir tómatar
- 1 líter vatn
- 2 kjúklingateningar
- ½ líter rjómi
- salt og pipar