Stokkhólmur

Eins og þeir sem fylgja mér á Instagram hafa eflaust tekið eftir þá framlengdum við jólafríinu með langri helgi í Stokkhólmi. Við gerðum það sama í fyrra og vorum svo lukkuleg með ferðina að þessi ferð var bókuð sama dag og við komum heim.

Ég er svo hrifin af Stokkhólmi og get ekki dásamað borgina nóg. Þar er gaman að rölta um og fullt af frábærum veitingastöðum. Við gistum ýmist á Berns hótelinu eða Haymarket. Berns er súpervel staðsett en Haymarket er þó skemmtilegra hótel og í uppáhaldi hjá okkur. Það er vel staðsett en þar er einnig frábær veitingastaður, kaffihús og bar sem er þéttsetinn öll kvöld og frábær stemning þar. Við vorum á Haymarket núna og ég mæli algjörlega með því. Á báðum hótelunum eru herbergin lítil og við höfum í síðustu ferðum bókað stærri herbergi. Það er vel þess virði.

Morgunmaturinn á hótelinu er frábær og ég tek alltaf tvo diska í einu. Annan með hrökkbrauði og áleggi og hinn með pönnukökum, eggjahræru og beikoni (sem vantar á diskinn).

Við vorum búin að lesa góða dóma um veitingastaðinn á Haymarket, Paul´s, og borðuðum þar eitt kvöldið. Maturinn var svo góður og notalegt að geta bara sest niður á barinn eða tekið lyftuna upp á herbergi eftir matinn. Mér þykir upplagt að borða þar fyrsta kvöldið, þegar þreytan er farin að segja til sín eftir morgunflug með litlum nætursvefni eins og svo oft vill verða (hver kannast ekki við að vera að pakka fram á nótt og ná bara rétt að leggja sig fyrir morgunflug!), þá er þægilegt að þurfa ekki að fara af hótelinu.

Það er orðin hefð fyrir því hjá okkur að byrja Stokkhólmsferðir á rækjubrauði og hvítvínsglasi á Sturehof. Ég veit fátt betra. Besta rækjubrauð í heimi! Það er líka hefð að fara í Svenskt Tenn eftir Sturehof. Við förum aldrei tómhent þaðan út og í þetta sinn keyptum við kertastjaka sem við höfum haft augastað á og er svo fínn hér heima.

Pa&co dásamlegur staður sem við fórum á síðasta sumar og aftur núna. Ég hélt mér við kjötbollurnar enda algjörlega skotheldur réttur.

Taverna Brillo er eitt elsta brasseri Stokkhólms og þar er virkilega gaman að borða. Við pöntuðum okkar uppáhald, osta og plokk, og borðuðum svo mikið að við hættum við aðalréttinn sem við vorum búin að ákveða.

Ég virðist ekki geta farið erlendis án þess að versla hluti sem er vesen að ferðast með og í Stokkhólmi kaupi ég alltaf eitthvað úr Mateus stellinu. Það er handgert og mér þykir það svo fallegt að ég er alveg tilbúin til að drösla því í handfarangri heim. Þið sjáið bara hvað ég er glöð þarna innan um diska, föt og skálar!

Síðan verslaði ég smá fínerí, meðal annars seðlaveski sem leynist þarna í pokanum. Maður verður að leyfa sér aðeins!

Kampavín og snakk í Mood gallerian. Ljúft að setjast niður og hvíla lúin bein.

Eins dásamlegt og það er að fara í frí þá er alltaf jafn gott að koma aftur heim. Ég byrjaði að vinna aftur í dag eftir 18 daga jólafrí og í kvöld borðuðum við fiskibollur með karrýsósu, kartöflum og hrásalati. Á meðan ég hef setið hér við tölvuna hafa strákarnir setið á móti mér yfir heimanáminu. Hversdagsleikinn eins og hann gerist bestur!

SaveSave

SaveSaveSaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

Stokkhólmur

 

Það hefur verið rólegt hér á blogginu undanfarna daga þar sem ég skellti mér í helgarferð til Stokkhólms. Eftir að ég póstaði mynd úr ferðinni á Instagram var ég beðin um Stokkhólmsfærslu sem ég ákvað að setja strax inn. Stokkhólmur er ein af mínum uppáhalds borgum. Strákarnir mínir eru fæddir í Svíþjóð og við bjuggum bæði í Uppsölum og Stokkhólmi í fjögur ár. Það er því alltaf notalegt tilfinning að koma þangað.

StokkhólmurStokkhólmurStokkhólmurStokkhólmurStokkhólmur

Við vorum síðast í Stokkhólmi í maí og gistum þá á Berns hotel. Núna gistum við á Haymarket sem hefur verið hælt mikið á sænskum bloggum síðan það opnaði í maí. Staðsetningin er frábær og hótelbarinn er þéttsetinn frá hádegi og fram á nótt. Þar er lifandi jazztónlist á kvöldin og stemningin er æðisleg. Á hótelinu er einnig kaffihús og veitingastaður sem hefur fengið góða dóma. Frábært hótel í alla staði!

StokkhólmurStokkhólmur

Það er mikið af góðum veitingastöðum í Stokkhólmi og vandamálið er að velja úr þeim. Það eru þó nokkrir staðir sem eru í uppáhaldi:

  • Sturehof er elsti sjávarréttarstaður Stokkhólms. Ég fer þangað í hverri Stokkhólmsferð og panta alltaf það sama, toast skagen og hvítvínsglas. Ég fer helst í hádeginu og á sumrin bið ég um borð úti. Þar er auðveldlega hægt að sitja fram á kvöld og fylgjast með mannlífinu.
  • Riche. Hér fæ ég mér sænskar kjötbollur og enda máltíðina á klassíska sænska eftirréttinum Gino. Súpergott!
  • Berns Aisatiska. Góður matur undir stórum kristalljósakrónum í fallegu umhverfi. Líf og fjör!
  • Farang. Ég borðaði þar í fyrsta sinn núna eftir að vinkonur mínar mæltu með honum. Prófið Farang meny eða Meny Fan Si Pan. Matarupplifun sem gleymist seint.

StokkhólmurStokkhólmur

Stokkhólmur

Síðan er nóg af góðum skyndibitum í Stokkhólmi. Ég mæli með:

  • Vapiano. Ítalskur matur sem svíkur engann. Hér færðu góðar pizzur og æðislegt pasta. Við höfum dottið hér inn á milli búða og pantað okkur ostabakka, bruchetta og rauðvín á meðan við hvílum fæturnar.
  • Burger and lobster. Einfaldur matseðill þar sem einungis hamborgari og humar eru í boði. Verðið er það sama á báðum réttunum, 285 sek. Gott!
  • Phils burger er vinsæll hamborgarastaður sem margir líkja við Shake Shack.
  • Max hamburger. Svo margfalt betri en McDonalds. Melted cheddar dip er möst með frönskunum. Ég kaupi minn á flugvellinum á heimleiðinni.

Stokkhólmur

StokkhólmurStokkhólmurStokkhólmur

Það væri synd að fara til Svíþjóðar án þess að fá sér kanilsnúð. Fyrir alvöru snúð er Saturnus málið!

Stokkhólmur

Hvað verslun varðar þá má finna allar helstu búðir í Stokkhólmi. Ég eyði góðum tíma í NK sem er á Hamngatan. Þar er hægt að þræða hverja hæðina á fætur annarri og setjast niður á kaffihúsin inn á milli. Í kjallaranum er matvörubúð sem ég kem alltaf við í. Síðan fer ég yfir á Biblioteksgatan þar sem m.a. Cos, And other stories og Sephora eru. Þar á eftir fer ég í Sturegallerian þar sem m.a. Massimo Dutti er að finna. Lagerhaus er við hliðina á Sturegallerian, þar má finna ýmislegt skemmtilegt fyrir heimilið. Uppáhalds búðin mín er síðan Svenskt tenn. Þangað fer ég alltaf og kem aldrei tómhent út. Í miðbænum eru einnig Gallerian og Mood  (ég er hrifnari af Mood). Södermalm er skemmtilegt hverfi sem gaman er að rölta um og fyrir þá sem vilja komast í góða verslunarmiðstöð þá er Mall of Scandinavia málið. Lestin fer beint úr miðbænum og stoppar þar beint fyrir utan.

Stokkhólmur

Ég fer sjaldan á söfn en Moderna museet og Fotografiska museet eru bæði í göngufæri við miðbæinn og á báðum stöðum er hægt að gera góð kaup í gjafaverslunum (það er t.d. gott úrval af plakötum á Fotografiska). Eins er Vasasafnið skemmtilegt og ef börn eru með í för þá eru Junibacken og Skansen ómissandi. Eins er Gröna Lund tívolígarðurinn skemmtilegur. Á vorin er fallegt að sjá kirsuberjatréin í blóma í Kungsträdgården og Humlegården stendur alltaf fyrir sínu á hlýrri dögum. Allt er þetta í göngufæri við miðbæinn.