Nutellasjeik

Nutellasjeik

Við létum alþjóðlega Nutella-daginn ekki framhjá okkur fara, enda verð ég seint þekkt fyrir að grípa ekki tækifæri til að gera vel við mig!

Nutellasjeik

Ég gerði Nutellasjeik sem við fengum okkur eftir kvöldmatinn. Hann er svo hressandi og dásamlega góður. Einfaldara gerist það ekki og krakkarnir elska hann.

NutellasjeikNutellasjeik

Nutellasjeik (2 stór glös)

  • 2 bollar vanilluís
  • 1/2 bolli mjólk
  • 4 msk Nutella

Mixið allt saman í blandara eða með töfrasprota. Hellið í glös og skreytið með t.d. með þeyttum rjóma, súkkulaðispæni og  súkkulaðisósu.

Súkkulaðisjeik

Súkkulaðisjeik

Ískaldur og svalandi súkkulaðisjeik er alltaf viðeigandi og stórgóð leið til að lífga upp á hversdagsleikann. Við fengum okkur þennan í eftirrétt í vikunni og glösin voru ekki lengi að tæmast. Krakkarnir gáfu þumalinn upp og mig grunar að blandarinn okkar fái litla hvíld á næstunni.

Súkkulaðisjeik

Súkkulaðisjeik (2 glös) – Uppskrift frá Mitt Kök

  • 4 dl mjólk
  • 2 dl vanilluís
  • 3 msk Nesquik
  • 1 tsk vanillusykur

Mixið allt saman í blandara eða með töfrasprota. Hellið í glös og skreytið með þeyttum rjóma, súkkulaðispæni og súkkulaðisósu.

Súkkulaðisjeik