Við létum alþjóðlega Nutella-daginn ekki framhjá okkur fara, enda verð ég seint þekkt fyrir að grípa ekki tækifæri til að gera vel við mig!
Ég gerði Nutellasjeik sem við fengum okkur eftir kvöldmatinn. Hann er svo hressandi og dásamlega góður. Einfaldara gerist það ekki og krakkarnir elska hann.
Nutellasjeik (2 stór glös)
- 2 bollar vanilluís
- 1/2 bolli mjólk
- 4 msk Nutella
Mixið allt saman í blandara eða með töfrasprota. Hellið í glös og skreytið með t.d. með þeyttum rjóma, súkkulaðispæni og súkkulaðisósu.
Æði….hlakka til að prófa. En hvar færðu rörin ?
Ég fékk rörin í Kaupmannahöfn en það fást æðisleg rör í Íslenska pappírsfélaginu:
http://www.pappirsfelagid.is/?cat=16
namm !! prófa á morgunn !! ætla líka að prófa feta og pestófylltann kjöthleif á morgunn. Hlakka svo til !!