Stökkar vöfflur

Mér þykja vöfflur svo góðar og vil hafa þær stökkar að utan og mjúkar að innan. Hér áður fyrr gerði ég oft vöfflur en fyrir ári síðan gaf vöfflujárnið mitt upp öndina. Ég er búin að vera á leiðnni síðan þá að fá mér nýtt og lét loksins verða af því í dag. Það var því  upplagt að hafa vöfflur með kaffinu.

Þó að sulta og rjómi sé æðislega gott á vöfflur getur verið gaman að breyta til. Það er til dæmis hægt að bragðbæta þær með því að setja fínrifið sítrónuhýði, vanillusykur eða kakó út í deigið. Ég hef stundum haft vöfflur í eftirrétt og er þá búin að gera deigið tilbúið þannig að ég er enga stund að baka nokkrar vöfflur eftir matinn. Ég set þá góðan vanilluís, fersk ber og heita karamellusósu á þær. Það er æðislega gott. Í dag áttum við Nutella síðan ég bakaði bananakökuna með Nutella kreminu í fyrradag. Við smurðum því vöfflurnar með Nutella, brutum þær saman og settum rjóma, sultu og rifið súkkulaði á þær. Þvílík dásemd.

Vöfflur

  • 4 egg
  • 6 dl sódavatn (án bragðefna)
  • 6 dl hveiti
  • 4 tsk lyftiduft
  • 4 msk sykur
  • 3/4 tsk salt
  • 200 gr smjör

Bræðið smjörið og látið það kólna. Hrærið eggjunum saman og bætið sódavatninu saman við. Blandið þurrefnunum saman og hrærið saman við eggjablönduna þar til bandan er kekkjalaus. Hrærið að lokum smjörinu út í deigið. Ef þið hafið tíma þá er gott að láta deigið standa í kæli í  klukkutíma áður en þið bakið vöfflurnar. Til að fá vöfflurnar vel stökkar að utan þá er gott að smyrja vöfflujárnið með smjöri áður en þær eru bakaðar.

8 athugasemdir á “Stökkar vöfflur

  1. Heldurðu að ég hafi ekki gengið vöfflujárn í gær í gjöf, svo nú er ekki um annað að ræða en að prófa sódavatns uppskriftina þína. Bíð í ofvæni hérna heima eftir að matvörurnar komi svo ég geti hafist handa.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s