Hafrakökur með bönunum og Nutella

Mér þykir alltaf svolítið spennandi að nota Nutella í bakstur og sérstaklega með bönunum. Þegar ég kaupi Nutella þarf ég að flýta mér að baka úr því áður en krakkarnir finna það, því þau klára krukkuna hraðar en ég fæ skilið. Síðast þegar ég átti Nutella kom ég að strákunum með súkkulaðiskegg langt út á kinnar. Þá höfðu þeir skorið rauf í banana og fyllt í með Nutella og voru alsælir með þennan stórkostlega rétt sem þeir höfðu fundið upp.

Ég held að ég geti bakað hvað sem er og slegið í gegn hjá krökkunum ef ég bara set smá Nutella í deigið. Þessar hafrakökur eru ekkert sérlega sætar en bananarnir og Nutellað gefa þeim mjög gott bragð og krakkarnir hreinlega elskuðu þær. Kökurnar kláruðust allar samdægurs en við náðum þó að bjóða vinum upp á þær með okkur.

Hafrakökur með bönunum og Nutella

  • 210 gr hveiti
  • 220 gr sykur
  • 1/2 tsk matarsódi
  • 1/2 tsk salt
  • 200 gr smjör
  • 2 stórir bananar
  • 1 egg
  • 175 gr haframjöl
  • 140 gr Nutella

Hitið ofninn í 200°. Blandið hveiti, sykri, matarsóda og salti saman í skál. Skerið smjörið í bita og blandið saman við þurrefnin. Stappið bananana og blandið við deigið ásamt egginu. Bætið höfrunum í deigið og blandið öllu vel saman. Setjið Nutella í deigið með hnífi, það á ekki að blandast vel við deigið heldur vera víðs vegar um deigið.

Klæðið ofnplötu með bökunarpappír. Notið skeiðar til að setja deigdropa á bökunarpappírinn (deigið er nokkuð blautt í sér). Bakið í 8-10 mínútur.  Kökurnar má frysta.

4 athugasemdir á “Hafrakökur með bönunum og Nutella

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s