Ég er búin að vera í vafa um hvort ég eigi að gefa uppskriftina að þessum kjúklingarétti sem ég gerði á sunnudagskvöldinu. Fjölskyldan var stórhrifin af honum og hældi honum mikið. Öggi og Malín hrósuðu matnum við hvern bita og Jakob ætlaði ekki að geta hætt að borða. Mér sjálfri þótti rétturinn hins vegar ekki nógu góður, fjölskyldunni til mikillar furðu.
Ég eldaði stóran skammt af matnum og hafði hugsað mér að eiga afgang í nesti daginn eftir en það var ekki svo mikið sem munnbiti eftir. Þar sem rétturinn vakti svo mikla lukku viðstaddra þá ákvað ég að gefa uppskriftina og leyfa öðrum að dæma.
Appelsínu- og karrýkjúklingur
- 900 gr kjúklingabringur
- 1 laukur
- ca 2 tsk karrý
- sveppir
- lítil dós tómatpuré (70 gr)
- hýði af 1 appelsínu
- 1 kjúklingateningur
- 5 dl rjómi
- ca 2 msk rjómaostur
- salt og pipar
Skerið kjúklingabringurnar í bita, hakkið laukinn og sneiðið sveppina. Bræðið smjör á pönnu og steikið kjúklingabitana. Bætið sveppum, lauk og karrý á pönnuna og steikið áfram um stund. Bætið rjóma, tómatpuré, rifnu appelsínuhýði, rjómaosti og kjúklingateningi á pönnuna. Látið sjóða um stund og smakkið til með salti og pipar.
Ég bar réttinn fram með hrísgrjónum, salati og kasjúhnetum sem við stráðum yfir kjúklinginn.
Bjarni gerdi tetta i vikunni og tad v eins og hja ter. Sa sem eldadi ( hann) fannst tetta ekkert spes en vid Brynja hamudum i okkur. Mer fannst tetta svo skemmtilega ödruvisi med svona appelsinukeim. Maeli med tvi ad folk profi tetta…attum mango chutney og tad var gott med lika… Ummmm