Fljótgerðar speltpizzur

Ég hef lengi verið á leiðinni að gera pizzuna hennar Ebbu og lét loksins verða af því í gærkvöldi. Þessa pizzu er kjörið að gera í stórum stíl fyrir pizzuveislur því það tekur nákvæmlega enga stund að gera hana. Ég ætlaði að hafa þær tilbúnar þegar Gunnar kæmi úr fimleikunum en endaði á að þurfa að bíða með að geta sett þær í ofninn því þær voru tilbúnar áður en ég vissi af. Okkur þóttu þær mjög góðar þó að botninn hafi verið dálítið þurr. Ætli ég hafi kannski haft of mikinn hita á ofninum? Ég fann nefnilega hvergi á hvaða hita ofninn ætti að vera og tók þá djörfu ákvörðun að nota bara pizzustillinguna á ofninum mínum (220°). Það væri gaman að heyra ef einhver hefur bakað hana hvernig þetta eigi að vera.

Innskot: Nú er búið að upplýsa mig um að ofninn á að vera 180° heitur eins og kemur skýrt fram á heimasíðu Ebbu 🙂

Speltpizza

  • 250 gr spelt (helst grófmalað eða grófmalað og fínmalað til helminga)
  • 3 tsk vínsteinslyftiduft
  • 1/2 tsk sjávarsalt
  • 1 tsk oregano
  • 2 msk kaldpressuð ólívuolía
  • 130-140 ml heitt vatn

Pizzasósa

  • Lífræn tómatsósa
  • Lífrænt tómatþykkni

Blandið þurrefnunum saman í skál og hellið ólívuolíu og heitu vatni yfir. Hrærið saman í deig og fletjið þunnt út. Uppskriftin dugar á eina ofnplötu. Leggið útflatt deigið á bökunarpappírsklædda ofnplötu og forbakið botninn í 5 mínútur.

Á meðan pizzabotninn er í ofninum passar vel að gera sósuna. Hún er mjög einföld, bara blandað saman tómatsósu og tómatþykkni til helminga.

Þegar botninn er tilbúnn er hann tekinn úr ofninum, sósunni breytt yfir og rifnum mozzarella osti. Það má síðan bæta við því áleggi sem hugurinn girnist. Setjið pizzuna aftur í ofninn í ca 5 mínútur, eða þar til osturinn hefur bráðnað. Þegar pizzan er tilbúin er salatblöðum dreift yfir hana.

2 athugasemdir á “Fljótgerðar speltpizzur

    1. Takk Kristín – ég sé þetta núna. Ég horfði á myndbandið og þar vantaði hvað ofninn ætti að vera heitur. Ég ætla að leiðrétta færsluna og flýta mér hægar næst 🙂

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s