Ljúfmeti og lekkerheit í fjölmiðlum

 

 

Bloggið hefur verið í fjölmiðlum þessa helgina og fékk hvorki meira né minna en heilsíður bæði í Fréttablaðinu og Morgunblaðinu. Ég þakka af öllum hug og hjarta þessar umfjallanir og allar heimsóknirnar sem bloggið hefur fengið í kjölfarið.

Nú vill svo til að við Öggi fórum til Berlínar yfir helgina og ég hef því enga uppskrift til að bjóða upp á. Við búum á 29. hæð á Park Inn hótelinu með þetta stórbrotna útsýni yfir austur-Berlín. Mér þykir myndin hér að ofan minna á póstkort en hún er tekin út um gluggann hjá okkur. Þetta hefur verið mikil menningar- og matarferð og erum við meðal annars búin að borða gæsalifur, humar, hjört, tælenskan og víetnamskan mat á milli þess sem við höfum raðað í okkur sætindum. Á morgun ætla ég að eyða deginum í búðunum og um kvöldið fljúgum við heim aftur. Okkur er farið að hlakka til að fara heim til krakkanna sem eru búin að vera í góðu yfirlæti með tengdó í fjarveru okkar.

2 athugasemdir á “Ljúfmeti og lekkerheit í fjölmiðlum

  1. Til hamingju með þetta allt. Ég þakka fyrir góðu uppskriftirnar. Bakaði snúðaformkökuna í dag og er líka búin að elda kjúklinginn með mörðu kartöflunum. Þetta gerði mikla lukku hér á heimilinu. Kveðja, Hafdís Þórólfsdóttirl

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s