Tacobaka með kjúklingi

Við erum með æði fyrir bökum þessa dagana og það líður varla sú vika sem við höfum ekki böku í matinn. Á föstudagskvöldinu gerði ég þessa tacoböku með kjúklingi sem öllum þótti mjög góð og Ögga svo góð að hann talaði ekki um annað alla helgina.

Ég hef fengið nokkrar fyrirspurnir varðandi bökuformin mín. Ég á tvenn lausbotna form, eitt lágt fyrir eftirréttabökur sem ég keypti í Fjarðarkaupum og síðan það sem ég nota fyrir matarbökur og keypti í Pipar og salt á Klapparstíg. Þar er hægt að fá bökuform í öllum stærðum og gerðum og þau kosta ekki mikið. Mig minnir að mitt hafi kostað um 2500 kr.

Tacobaka með kjúklingi

Skel:

 • 5dl hveiti
 • 250 g smjör við stofuhita
 • 1 tsk salt
 • 4 msk kalt vatn
 • Cayennepipar

Fylling:

 • 3-4 kjúklingabringur
 • 1 laukur
 • 1 hvítlauksrif
 • 3-4 dl sýrður rjómi
 • 1 poki tacokrydd
 • jalapeño úr krukku (eða 1/2 rauð paprika)
 • 3 msk chilisósa
 • salt

Hitið ofninn í 200°. Vinnið saman hráefnin í skelina og fletjið út í lausbotna form (ca 24 cm). Stráið jalapeño yfir botninn og látið standa í ískáp um stund.

Skerið kjúklinginn smátt og steikið á pönnu þar til hann er næstum steiktur í gegn. Bætið fínhökkuðum lauk á pönnuna og steikið þar til laukurinn er mjúkur og kjúklingurinn er steiktur í gegn. Leggið í bökuformið.

Blandið saman sýrðum rjóma, tacokryddi, chilisósu, pressuðum hvítlauk og salti í skál. Setjið blönduna yfir kjúklinginn.

Grjófmyljið nachosflögur og setjið yfir bökuna þannig að þær þekji alveg fyllinguna. Stráið vel af rifnum osti yfir og setjið í ofninn í ca 40 mínútur.

11 athugasemdir á “Tacobaka með kjúklingi

 1. Takk fyrir þessa dásamlegu uppskrift, hlakka til að prófa hana….og fínt að fá fróðleik um bökuformin, var einmitt að velta fyrir mér hvað væri best að nota 🙂

  Eigðu ljúfan dag

 2. Ég og bóndinn erum búin að búa til 3 rétti af síðunni þinni síðustu daga og þetta var allt mjög gott og líka einfalt. Takk fyrir skrifin:)

 3. Tu ert ad tala um bökuformin tin……a eg sem sagt ad trua tvi ad tu eigir EKKERT form fra hinni finu bud DJERNIA i Stokkholmi!!!

 4. Takk kærlega fyrir æðislegu síðuna þína! Ég og maðurinn minn ákváðum í síðustu viku að koma okkur útúr „Kjúlli og sætar“ þægindahringnum okkar í eldhúsinu og byrjuðum á þessari frábæru uppskrift. Algjör snilld og takk aftur fyrir mig 🙂

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s