Árið sem leið…

Áramót

Eins og hefð er fyrir þá eyði ég síðasta degi ársins í eldhúsinu og ég myndi ekki vilja eyða honum öðruvísi. Við eigum von á góðum gestum í mat í kvöld og eins og önnur gamlárskvöld ætlum við að bjóða upp á kalkún með tilheyrandi meðlæti. Mér þykir alltaf jafn gaman að elda kalkún og dunda mér við að útbúa meðlætið. Síðan hef ég alltaf tvenna eftirrétti á þessu síðasta kvöldi ársins og í ár gerði ég ísböku með bourbon-karamellusósu og marensrúllu með ástaraldin.

Áramót

Eitt af því sem mér þykir standa upp úr þegar ég lít yfir liðið ár er þetta blogg mitt sem mér þykir orðið svo vænt um. Bloggið hefur fært mér svo margar gleðistundir og skemmtileg verkefni. Það sem hefur komið mér mest á óvart er hversu margar heimsóknir og mikla athygli það hefur fengið. Á hálfu ári hefur Ljúfmeti og lekkerheit fengið 4 heilsíður í Morgunblaðinu, 3 heilsíður í Gestgjafanum, heilsíðu í Fréttablaðinu auk þess að hafa fengið nokkrar minni umfjallanir í öllum þessum blöðum. Ég man þegar ég fékk 46 heimsóknir á fyrstu dögunum og furðaði mig á hve margir væru að lesa bloggið. Í dag skipta heimsóknirnar þúsundum á hverjum degi og mig sundlar af tilhugsuninni einni saman. Ég náði ekki að blogga eins reglulega og ég vildi í desember og fann hvað ég saknaði þess. Núna horfi ég fram á betri bloggtíð og fer full tilhlökkunar inn í nýja árið.

Ég vil frá dýpstu hjartarótum þakka ykkur fyrir árið sem er að líða, öll fallegu og hlýju kommentin og tölvupóstana sem ég hef fengið og hafa glatt mig meira en orð fá lýst. Mér finnst ég hafa eignast fullt af nýjum vinum og er þakklát fyrir að þið lesið bloggið mitt. Ég óska ykkur gleðilegs árs og vona að nýja árið færi ykkur stóra drauma og lítið mótlæti, mörg hlátursköst og fá tár, mikla gleði, litlar áhyggjur, og fullt af ljúfmeti.

Áramót

7 athugasemdir á “Árið sem leið…

  1. Takk fyrir mig kærlega ,hef bæði gaman að lesa frá þér og elda eftir þínum uppskriftum .Gleðilegt nýtt ár 🙂 .Kveðja Alma

  2. Takk fyrir mig 🙂 Er búin að prófa margar mjög góðar uppskriftir hjá þér á árinu og eru margar þeirra komnar til að vera. Svo fer fullt af uppskriftum sem ég á eftir að prófa 🙂 Það sem mér finnst matarbloggið þitt hafa fram yfir mörg önnur er að uppskriftirnar eru einfaldar en hrikalega girnilegar. Maður horfir yfir hráefnalistann og fær vatn í munninn og sér líka að maður þarf ekki að fara í 5 búðir til að kaupa hráefnið.

    Gleðilegt nýtt ár 🙂 kv, Kristín Vald

  3. Takk kærlega fyrir þessa skemmtilegu síðu, bragðgóðar uppskriftir og fallegar myndir. í kvöld er eftirrétturinn frá þér og sósan með lambahryggnum líka.Ég kíki daglega og oftar en ekki endar einhver réttur frá þér á mínum borðum.

    Gleðilegt nýtt ár og ég hlakka til að fylgja þér á nýju ári.

    Kveðja
    Sigríður

  4. takk kærlega fyrir girnilegt matarblogg og ekki síst skemmtilegar myndir og sögur frá þér og þínum, gleðilegt ár, kveðja Ólöf 😉

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s