Það eru margar vikur síðan ég rakst á uppskriftina að þessari köku og hún hefur átt hug minn allan síðan. Ég held í hreinskilni sagt að það hafi varla liðið sá dagur síðan ég sá uppskriftina að ég hafi ekki hugsað um hana og látið mig dreyma um sneið. Ég hefði auðvitað átt að vera búin að baka kökuna löngu fyrr en mig hefur hreinlega vantað tilefni til þess.
Þegar ég sat um daginn og lét mig dreyma um kökuna tók ég ákvörðum. Ef lagið hans Ögga færi áfram í söngvakeppninni þá myndum við fagna með þessari köku. Ef lagið færi ekki áfram myndum við hressa okkur við með þessari köku. Það var því nokkuð ljóst að ég væri loksins að fara að fá kökuna og ég hef hlakkað til alla vikuna.
Ég er sjúk í salta karamellu og það er ekki annað hægt en að elska súkkulaði. Það liggur því í augum uppi að þessi kaka er ekkert annað en dásamleg. Það væri þó hrein lygi að halda því fram að kakan sé hrist fram úr erminni því það liðu rúmir tveir tímar frá því að ég hóf baksturinn þar til hún stóð á borðinu. Æ, mér var svo sem alveg sama. Deigið var svo gott og það er alltaf gaman að gera karamellu. Það er því óhætt að segja að mér leiddist ekki verkið og ég uppskar hreinan draum að því loknu.
Súkkulaðikaka með söltu karamellufrosting (uppskrift frá Inu Garten)
- 180 g ósaltað smjör við stofuhita
- 2/3 bolli sykur
- 2/3 bolli ljós púðursykur
- 2 extra stór egg (ég var með 3 meðalstór)
- 2 tsk vanilludropar
- 1 bolli buttermilk (ég setti 1 msk af sítrónu í bolla og fyllti hann svo af mjólk. Lét blönduna síðan standa í 10 mínútur. Það má líka nota súrmjólk í staðinn fyrir buttermilk)
- ½ bolli sýrður rjómi
- 2 msk kaffi (uppáhellt)
- 1 og 3/4 bolli hveiti
- 1 bolli kakó
- 1 ½ tsk matarsódi
- ½ tsk gróft salt
Hitið ofninn í 175° og smyrjið þrenn 20 cm bökunarform.
Hrærið smjör, sykur og ljósan púðursykur saman í hrærivél á hröðum hraða í 5 mínútur. Blandan á þá að vera orðin ljós og létt. Lækkið hraðann í miðlungshraða og bætið eggjunum út í, einu í einu. Hrærið vanilludropum saman við.
Hrærið saman, í annarri skál, buttermilk, sýrðum rjóma og kaffi.
Sigtið saman í þriðju skálinni hveiti, kakói, matarsóda og salti.
Hrærið vökvablöndunni og þurrefnablöndunni á víxl saman við smjör og sykurblönduna með hrærivélina stillta á hægan hraða. Byrjið á að hræra vökvablöndunni og endið á þurrefnablöndunni. Hrærið þar til allt hefur blandast. Skiptið deiginu á milli bökunarformanna og bakið í 20-25 mínútur, eða þar til prjóni stungið í miðjar kökurnar kemur hreinn upp. Látið kökurnar kólna alveg áður en kremið er sett á.
Söltuð karamella
- 1 bolli sykur
- 4 msk vatn
- 2 tsk síróp
- ½ bolli rjómi
- 2 msk smjör
- ½ tsk sítrónusafi
- ½ tsk gróft salt eða sjávarsalt
Setjið sykur, vatn og síróp í pott og hitið við miðlungshita. Hrærið þar til sykurinn er uppleystur, setjið lok á pottinn og látið hitna í 3 mínútur. Takið lokið af pottinum og hækkið hitann í miðlungsháan og látið suðuna koma upp. Ekki hræra í pottinum en veltið karamellunni reglulega um hann svo að hún brenni ekki. Látið karamelluna sjóða þar til hún fær fallegan gylltan lit (það tekur nokkrar mínútur). Takið af hitanum og látið standa í 30 sekúndur. Hellið rjómanum saman við karamelluna og passið vel að brenna ykkur ekki. Blandan mun krauma og er brennandi heit. Hrærið rjómanum og karamellunni saman og bætið smjöri, sítrónusafa og salti saman við. Hrærið allt vel saman. Takið 1 bolla af karamellunni frá (ath. að karamellan er þunn) og látið standa í um 20 mínútur. Hún þykknar aðeins þegar hún kólnar.
Salt karamellufrosting
- 225 g smjör við stofuhita
- 225 g rjómaostur
- 3-4 bollar flórsykur
- 1 bolli sölt karamella (uppskriftin hér að ofan)
Hrærið smjör og rjómaost saman þar til blandan er mjúk. Bætið 2 bollum af flórsykri saman við og hrærið saman. Setið söltu karamelluna saman við og hrærið saman. Bætið við því sem eftir er af flórsykrinum þar til óskaðri áferð er náð.
Girnileg 🙂
Er ekki hægt að nota súrmjólk sem buttermilk ? Ég hélt alltaf að það væri það sama
Buttermilk er ekki ólík súrmjólk en er þó meira fljótandi. Ef þú gúgglar „buttermilk substitute“ þá færðu yfirleitt það ráð upp að blanda saman sítrónusafa og mjólk. Það hefur reynst mér vel að nota það en súrmjólkin ætti líka að ganga.
En hvar fer salta karamellann? Er þetta botn, sölt karamella, krem, botn…… ? 🙂
Salta karamellan fer í kremið, æðislega gott 🙂
Þú drepur mig:-D
Vó, þessi er svakaleg! Hér með er lögð inn pöntun fyrir næsta saumó hjá þér! 🙂 Og til hamingju með lagið! 🙂 Ég er búin að vera með viðlagið á heilanum í allan dag og tel það öruggt merki um að lagið vinni! 🙂
Guð minn góður, þessi er hrikalega girnileg! Var samt að spá í eitt. Í kremið fer 1 bolli af karamellunni; í karamelluuppskriftin er sagt að taka frá 1 bolla af karamellunni – er þá afgangur af henni?
Það er smá afgangur af henni sem gæti verið gott að smyrja beint á botnana, eiga út á ís eða (eins og ég gerði) borða með puttanum beint úr pottinum 🙂
Vó Svava, þessi er keppnis! Á maður að þora að leggja í hana þessa?
Já, ekki spurning 🙂
Girnileg uppskrift, þetta verður maður að prófa. Er gert ráð fyrir að 1 bolli sé 2,5 dl?
Já, um að gera að prófa 🙂 1 bolli er 2,4 dl.
Bestu kveðjur, Svava.
Takk fyrir svarið 🙂
Sæl og takk fyrir frábæra síðu 🙂 Ég kíki inn nánast daglega og hef prófað ófáar uppskriftir frá þér og aldrei klikka þær 🙂 Nú langar mig að prófa þessa súper girnilegu köku en var að velta fyrir mér hvort það mætti nota venjulegan púðursykur í staðinn fyrir ljósan? og hvort það sé eitthvað síðra að nota venjulegt salt? og eitt enn.. er verra að nota bara venjulegt smjör þá líka? Bara pæling því ég á það allt til 😉
Bestu kveðjur 🙂
Gaman að heyra að þér líki við síðuna! Mér líst vel á að þú bakir þessa köku því hún er æðislega góð. Ég myndi bara nota það sem þú átt, ekki spurning! 🙂
Ef að kakan verður ekki borin fram fyrr en eftir ca 6 tima ætti maður þa að geyma hana inni iskap eða bara við stofuhita þangað til að hun er borin fram?
Sæl eg gerði þessa koku en min er lanft i fra að vera svona hà eins og er a myndinni. Eg for allveg eftie uppskrift og þegar eg var buin að skipta deiginu i þrennt þa voru þeir toluvert þynnri en þinir. Seturðu lyftiduft