Marineraðar eplasneiðar

Marineraðar eplasneiðar

Ég hef aldrei verið mikið fyrir epli, ja nema þau séu í kökum. Þá elska ég þau. Ég elska eplakökur svo ég tali nú ekki um heit eplapæ með vanilluís. Oh, hvað ég væri til í svoleiðis núna…

Marineraðar eplasneiðar

Það gerðist hins vegar um daginn að ég sá spennandi mareningu fyrir epli á Pinterest. Það sem vakti áhuga minn var sítrónusafinn í marineringunni því ég hef alltaf verið veik fyrir sítrónum. Ég ákvað því að prófa, skar eplin niður og setti í mareneringu fyrir kvöldmat og yfir sjónvarpinu um kvöldið dró ég þau svo fram. Það var ekki aftur snúið, fjölskyldan kolféll fyrir þessum marineruðu eplum og meira að segja ég líka. Hver hefði trúað því?

Marineraðar eplasneiðar

Ég hef varla gert annað síðan en að skera niður og marinera epli. Krakkarnir eru vitlausir í þetta. Ég nota Fuji eplin sem eru seld tvö saman í plastöskjum (hræðilega óumhverfisvænt allt saman en það er nú önnur saga). Þau eru safarík og fersk eins og þau koma af kúnni en eftir að hafa legið í marineringunni í ískápnum verða þau ómótstæðileg. Nánast eins og sælgæti. Prófið!

Marineraðar eplasneiðar

Marineraðar eplasneiðar

  • 2 fuji epli
  • 1 sítróna
  • 1 appelsína

Skerið eplin í þunnar sneiðar. Kreistið safana úr sítrónunni og appelsínunni og blandið þeim saman í skál. Leggjið eplasneiðarnar í skálina og reynið að láta þær allar liggja í safanum. Geymið í ísskáp í 30 mínútur til 2 klst.

3 athugasemdir á “Marineraðar eplasneiðar

  1. Prufaði þetta núna í páskafrínu og fyrir minn smekk myndi duga hálf sítróna. Fannst of mikið sítrónubragð.

  2. Þessi epli eru GEGGJUÐ. Strákarnir mínir alveg hökkuðu þau í sig, alveg yndisleg. Og nú fást Fuji epli í lausu í Hagkaup 🙂

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s