Hafrakökur með rúsínum

Hafrakökur með rúsínum

Yfir páskanna heyrðist lítið frá mér þar sem við nutum góðs af því að vera boðin í mat flest kvöldin í páskafríinu. Eftir alla matarveisluna var vikan tekin á léttu nótunum og ég bauð fjölskyldunni upp á hvern óspennandi réttinn á fætur öðrum. Soðinn fiskur, grjónagrautur… matur sem krakkarnir elska en við Öggi ekki.

Hafrakökur með rúsínum

Ég hef þó verið flott á því þess á milli, bæði yfir páskana og í vikunni sem leið, því ég hef boðið gestum og gangandi upp á nýbakaða hafrakökur með kaffinu eins og enginn sé morgundagurinn. Það gerði ég án þess að hafa nokkuð fyrir því.

Hafrakökur með rúsínum

Þessi uppskrift að hafrakökum er frábær því deigið er útbúið og síðan geymt upprúllað í frysti. Þegar gesti ber að garði eða kökulöngunin kemur svífandi þá eru einfaldlega skornar sneiðar af deigrúllunni og þeim stungið inn í ofninn. Ég hef meira að segja bara skorið tvær sneiðar og bakað fyrir mig eina þegar ég hef komið heim úr vinnunni. Einfalt og svo ótrúlega gott.

Hafrakökur með rúsínum (uppskrift frá Bon Appétit)

  • 1¼ bolli hveiti
  • 3/4 bolli heilhveiti
  • ½ tsk lyftiduft
  • ½ tsk matarsódi
  • ½ tsk gróft salt
  • 1/8 tsk múskat
  • 1 bolli ósaltað smjör
  • 1 bolli ljós púðursykur
  • ½ bolli sykur
  • 2 stór egg
  • 1 tsk vanilludropar
  • 2 bollar haframjöl
  • 2 bollar rúsínur

Hrærið saman hveiti, heilhveiti, lyftidufti, matarsóda, salti og múskati í skál og leggið til hliðar.

Hrærið saman í hrærivél smjöri, ljósum púðursykri og sykri á hröðum hraða þar til blandan er létt og kremkennd, 2-3 mínútur. Bætið eggjum saman við, einu í einu, og skafið niður með hliðunum á skálinni á milli. Hrærið vanilludropum saman við.

Lækkið hraðann á hrærivélinni í hægan hraða og bætið þurrefnunum saman við í smáum skömmtum. Hrærið þar til hráefnin eru unnin saman en ofhrærið ekki deigið. Hrærið haframjöli og rúsínum varlega saman við.

Skiptið deiginu á tvo bökunarpappíra. Mótið deigin í ílangar rúllur sem eru ca 4 cm í þvermál. Rúllið bökunarpappírnum utan um deigrúllurnar og pakkið þeim svo inn í plast.  Frystið deigið í a.m.k. 4 klst. eða upp í 3 vikur.

Þegar á að baka kökurnar er ofninn hitaður í 175°. Takið deigið úr plastinu og rúllið bökunarpappírnum frá. Skerið deigið í ca 1 cm þykkar sneiðar og raðið á bökunarpappírsklædda ofnplötu. Ef það á ekki að baka úr öllu deiginu þá er afganginum pakkað aftur inn og settur í frysti. Bakið kökurnar þar til kanntarnir eru gylltir á lit, 15-18 mínútur.

3 athugasemdir á “Hafrakökur með rúsínum

    1. Jú, ekki spurning að sleppa rúsínunum ef þér líkar ekki við þær. Þær gefa þó góða sætu í kökurnar sem sælkerinn í mér myndi sakna 🙂

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s