Heima er best!

Þá er ég komin aftur heim eftir yndislegar vikur í Orlando. Ég hafði hugsað mér að blogga í fríinu en þegar á hólminn var komið hafði ég enga löngun til að sitja við tölvuna. Það fór svo að ég kom varla nálægt henni allt fríið og sit því í súpunni núna. Það hafa aldrei beðið mín jafn margir óopnaðir tölvupóstar og ég vona að þið fyrirgefið mér ef ég hef ekki svarað ykkur. Endilega sendið mér aftur póst ef svo er.

Cocoa Beach

Það er yndislegt að vera í Florida og ný ævintýri bíða á hverjum degi. Við fórum í skemmtigarða, á tónleika, á ströndina, í hjólaskautahöll, í siglingu, á nýja veitingastaði á hverju kvöldi og svo mætti lengi telja en það sem stóð upp úr var þegar við keyrðum út fyrir Orlando og leigðum okkur kajak. Það var búið að vara okkur við krókódílum í vatninu og við sáum nokkra, þar af einn sem fór alveg upp við kajakinn okkar. Þvílíkt ævintýri og svo æðislega skemmtilegt.

Ég hef enga uppskrift til að deila hér í kvöld enda hef ég varla eldað nokkuð af viti síðustu vikurnar. Undir lokin á fríinu gat ég ekki beðið eftir að komast aftur heim í eldhúsið mitt og hef síðustu daga legið yfir uppskriftum til að prófa. Mig langaði bara til að kíkja hingað inn til að senda ykkur smá kveðju. Ég var farin að sakna ykkar.

Ég sá að Facebook-fylgjendur Ljúfmetis eru að nálgast 13.000! Ég er orðlaus og þakklát inn að hjartarótum. Takk, takk, takk! Þið gleðjið mig meira en ég mun nokkurn tímann fá lýst.

Screen Shot 2014-03-10

8 athugasemdir á “Heima er best!

  1. Velkomin heim
    Rosalega var ég glöð að sjá þessa færslu, var orðin hrædd um að þú værir hætt að blogga og var miður mín, enda elda ég reglulega eftir uppskriftunum þínum.
    Frábært frí hjá ykkur og skemmtilegar myndir sem þú deilir með okkur.
    kveðja
    Kristín S

  2. Kæra Svava, gott að þér tókst að njóta lífsins á Flórída. Sjálf eldaði ég fisk í parmesanraspi, uppskrift frá þér. Það var dásamleg máltíð 🙂

  3. Velkomin aftur, þín var sárt saknað 🙂 En samgleðst þér innilega með Florida fríið, alltaf svo gott að fara þangað 🙂

  4. Velkomin heim,öll.Það er nú alveg hægt að nota nloggið þitt og elda eftir því,sem ég og gerði,en var farin að undrast….:-)

  5. Velkomin heim, hlakka til að sjá næstu uppskrift alltaf svo gaman að koma inn á síðuna þína, ótrúlega glöð að þú sért ekki hætt að blogga 😉

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s