Tobleronemús

Tobleronemús

Ég hef eytt síðustu dögum í að kynna mér menntaskólana með Malínu. Mér þykir svo ótrúlegt að það sé komið að þessu og langar allra mest til að stöðva tímann. Hún ákvað að heimsækja skólana sem koma til greina áður en hún tekur lokaákvörðun og ég reyni hvað ég get að sitja á skoðunum mínum og hafa sem minnst áhrif á hana. Það er jú hún sem ætlar að eyða næstu árum á skólabekk, ekki ég. Ég nýt þess þó að taka þátt í þessu með henni, að skoða skólana og heyra hvað henni finnst. Hún hefur alltaf haft sterkar skoðanir og verið skynsöm, ég hef því engar áhyggjur yfir að hún velji annað en rétt.

Tobleronemús

Mér datt í hug að setja inn uppskrift af æðislegri súkkulaðimús sem gæti verið sniðugt að bjóða upp á um helgina. Ég gaf uppskriftina í nýjasta tölublaði MAN magasín. Ég veit ekki hvort ég hafi sagt frá því áður en ég hef gefið uppskriftir í MAN frá upphafi og ef þið hafið ekki skoðað blaðið hvet ég ykkur til þess því það er æðislegt. Ég verð alltaf jafn glöð þegar ég kem heim og nýtt tölublað bíður mín.

Tobleronemús

Tobleronamús

  • 100 g Toblerone
  • 100 g dökkt Toblerone eða suðusúkkulaði
  • 4 eggjarauður
  • 5 dl rjómi

Bræðið súkkulaðið yfir vatnsbaði eða í örbylgjuofni. Látið það kólna örlítið og hrærið síðan eggjarauðum saman við þar til blandan er slétt. Léttþeytið rjómann og hrærið honum saman við súkkulaðiblönduna í smáum skömmtum. Setjið í skálar og látið standa í ísskáp þar til Tobleronemúsin hefur stífnað.

6 athugasemdir á “Tobleronemús

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s