Tælenskar kjúklingaenchiladas með granateplum

Tælenskar kjúklingaenchiladas með granateplum Gleðilegt sumar! Ég hef ekkert á móti því að kveðja veturinn í bili og tek fagnandi á móti björtum morgnum og lengri dögum. Þvílíkur munur! Tælenskar kjúklingaenchiladas með granateplumVið höfum að mestu eytt þessum fyrsta sumardegi hér heima í algjörri afslöppun og varla hreyft okkur lengra en út á pall. Það virðist vera það sem við gerum þessa dagana. Um leið og við fáum frídag þá dundum við okkur hér heima fram eftir degi, borðum gott og tökum lífinu með ró. Það er notalegt en öllu má nú ofgera. Tælenskar kjúklingaenchiladas með granateplumTælenskar kjúklingaenchiladas með granateplumTælenskar kjúklingaenchiladas með granateplumTælenskar kjúklingaenchiladas með granateplum Mig langar til að gefa ykkur uppskrift að sumarlegu enchiladas sem ég eldaði um daginn og eru jafn dásamlega góðar og þær eru fallegar. Ég veit að langir hráefnalistar lokka sjaldan en mikið gæti þó leynst í skápunum. Granateplasafann fæst í litlum fernum sem dugar í þessa uppskrift. Þegar það er búið að hafa hráefnin til þá er sáraeinfalt að setja réttinn saman og það tekur stutta stund. Tælenskar kjúklingaenchiladas með granateplum Tælenskar kjúklingaenchiladas með granateplum Tælenskar kjúklingaenchiladas með granateplum

Sósa:

  • 1 ½  bolli sæt tælensk chili sósa
  •  ½  bolli sojasósa
  • 1/3 bolli púðursykur
  • 1 msk hnetusmjör
  • 1 msk tómatpaste
  • 3/4 bolli granateplasafi (úr fernu)
  • 1/4 boll rice vinegar
  • safi úr 1 lime
  • 1 tsk fiskisósa
  • 2 hvítlauskrif, pressuð eða rifið
  • 2 msk engifer, rifið
  •  ½ tsk rauðar piparflögur
  •  ½  tsk pipar

Vefjur:

  • 2 kjúklingabringur, eldaðar og tættar
  • 1 rauð paprika, sneidd í þunnar sneiðar
  • 1 appelsínugul paprika, sneitt í þunnar sneiðar
  • 1 ½ bolli rifinn mozzarella ostur
  • 8-10 tortillur

Meðlæti: avokadó, granatepli, ferskt kóriander og sýrður rjómi

Hitið ofn í 175°.

Byrjið á að gera sósuna. Setjið öll hráefnin í sósuna í pott, látið suðuna koma upp og lækkið þá hitan. Látið sósuna sjóða við vægan hita í 10-15 mínútur eða þar ti lhún hefur þykknað örlítið. Takið af hitanum og leggið til hliðar.

Setjið tættan kjúkling, sneiddar paprikur, kóriander og 3-4 dl af rifnum mozzarella osti í skál. Þegar sósan er tilbúin eru 2 dl af sósunni bætt í skálina og öllu blandað vel saman.

Setjið smá af kjúklingablöndunni í miðjuna á hverri tortilla og rúllið upp. Raðið upprúlluðum tortillum í eldfast mót og látið samskeytin snúa niður. Hellið því sem eftir var af sósunni yfir tortillurnar og endið á að setja gott handfylli af rifnum mozzarella yfir. Bakið í 30 mínútur eða þar til osturinn er bráðnaður. Áður en rétturinn er borinn fram er niðurskorið avokadó, kóriander og granateplafræ sett yfir. Mér þykir síðan mjög gott að bera réttinn fram með sýrðum rjóma.

 Allt hráefni í þessa uppskrift fæst í

HAGKAUP

4 athugasemdir á “Tælenskar kjúklingaenchiladas með granateplum

  1. Sæl og takk fyrir frábæra síðu búin að elda svo margt héðan og allt heppnast frábærlega 🙂
    Ég á í smá erfiðleikum með að finna granateplasafa en keypti granat epli, get ég eitthvað gert með það?

    Með bestu kveðju

    1. En gaman að heyra að uppskriftirnar hafi reynst þér vel. Ég fékk granateplasafann í Hagkaup í Garðabæ, í lítilli fernu. Man ekki hvaða merki það var en fernan var í djúskælinum sem er hjá ávöxtunum og grænmetinu.
      Þú skalt setja fræin úr granateplunum yfir réttinn áður en þú berð hann fram 🙂

  2. Ég kreysti granateplið yfir í stað safans, fann hann ekki hérna í þar sem ég bý í Noregi og þetta var dásamlega gott!! Takk fyrir allt. Ert svo mikill snillingur, hlakka til að prófa næstu uppskrift fyrir ofan.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s