Föstudagur!

SpánnÞað hefur verið þögn hér á blogginu upp á síðkastið og þeir sem fylgja mér á Instagram hafa kannski séð að ég hef verið í smá haustfríi. Við fórum til Spánar og framlengdum sumrinu aðeins í leiðinni. Það var yndislegt þrátt fyrir að ég náði mér í flensuskít sem virðist ekki ætla að fara úr mér. Alveg glatað!

SpánnÞað kom mér á óvart hversu skemmtileg borg Alicante er. Ég áttaði mig á því að ég hef vanmetið hana stórlega. Þröngar götur, góðir veitingastaðir og hótelið okkar var frábærlega staðsett á ströndinni. Eftir viku í Alicante færðum við okkur til Calpe og þangað ætla ég að fara aftur. Við gistum á þessu hóteli sem var æðislegt í alla staði. Kampavínsbar, æðisleg sólbaðsaðstaða, einn besti morgunmatur sem við höfum fengið (úrvalið gaf valkvíða á háu stigi, himneskt eftirréttahlaðborð og í glösunum var ýmist cava, nýpressaður appelsínudjús eða nespressó) og frábærlega staðsett á ströndinni með veitingastaði allt um kring.

SpánnEins gott og það er að fara í frí þá jafnast ekkert á við að koma aftur heim. Það sem ég saknaði krakkana! Helgin verður nýtt í að ná sér af veikindum (þetta er hálfgert flensubæli hér þessa dagana), fylla á ísskápinn og plana næstu viku. Okkur er farið að langa í heita lifrapylsu, kartöflumús og rófustöppu, kannski að það fari á matseðil komandi viku. Haustlegur matur og ég brýt eflaust allar reglur með því að bera hann fram með Egils appelsíni (það drekkur það þó enginn nema ég). Iss, að ég skuli segja frá þessu…

Spánn

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s