Gleðileg jól

Gleðileg jól!Mig grunar að það séu fáir sem sitja við tölvuna í dag enda margt annað að gera á sjálfum aðfangadegi jóla. Hér hljómar jólatónlist, gjafirnar eru komnar undir tréð og ég ætla að dunda mér í eldhúsinu í dag á meðan krakkarnir keyra út jólagjafir. Þetta er fyrsta árið sem þau fara ein í gjafaleiðangur, það breyttist margt þegar Malín fékk bílpróf.

Gleðileg jól!

Í kvöld eigum við von á mömmu og bróður mínum til okkar og á matseðli kvöldsins standa bæði hamborgarahryggur og maltgrís-læri, brúnaðar kartöflur, heimalagað rauðkál, sósa og fleira góðgæti. Ég er vön að vera með möndlugraut í hádeginu á aðfangadegi en ákvað í ár að breyta til og gera Ris a la mande með kirsuberjasósu í eftirrétt  (og auðvitað verður möndlugjöf fyrir þann heppna). Öllum leist vel á það en Gunnari þótti alveg vonlaust að fá ekki líka súkkulaðimúsina hennar mömmu þannig að henni var bætt á eftirréttaseðilinn og mamma ætlar að koma með hana með sér. Þá langaði Jakobi svoooo mikið að hafa ávexti með rjómakremi eins og mamma gerir í eftirrétt þannig að hún ákvað líka að koma með það. Það ættu því allir að finna eitthvað við sitt hæfi hér í kvöld!

Ég óska ykkur gleðilegra jóla og vona að jólahátíðin gefi full af ljúfum gleðistundum ♥

Gleðileg jól!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s