Kjötbollur með fetaosti í rjómasósu

Í síðustu viku var ég með kjötbollur í kvöldmatinn en þær eru alltaf vinsælar hér heima. Ég reyni að eiga alltaf kjötbollur í frystinum til að grípa til þegar ég hef ekki tíma til að elda og það hefur oft komið sér mjög vel. Krakkarnir elska kjötbollur með makkarónum og tómatsósu, sem er einn fljótlegasti kvöldmatur sem hægt er að elda. Það slær þó fátt heimagerðum kjötbollum við, með rjómasósu, kartöflum og sultu. Þessar eru svo góðar að þegar tengdasonurinn átti í skólaverkefni að nefna þrjá góða hluti sem gerðust í vikunni fóru kjötbollurnar beinustu leið á listann. Það verða að teljast nokkuð góð meðmæli!

Kjötbollur með fetaosti í rjómasósu – uppskrift fyrir 4-5

  • 500 g nautahakk
  • 5 msk rifið brauð
  • 1/2 dl mjólk
  • 1 tsk season salt
  • smá pipar
  • 150-200 g fetaostur
  • rjómi
  • kálfakraftur
  • sojasósa
  • rifsberjahlaup

Blandið nautahakki, brauðraspi, mjólk, kryddi og fetaosti saman og rúllið í bollur. Steikið bollurnar í smjöri. Takið bollurnar af pönnunni og látið suðuna koma upp. Smakkið til með kálfakrafti (kalvfond), sojasósu og rifsberjahlaupi. Setjið bollurnar í sósuna og látið sjóða í nokkrar mínútur.

Berið fram með kartöflum og salati.

 

2 athugasemdir á “Kjötbollur með fetaosti í rjómasósu

Færðu inn athugasemd við Ragga Hætta við svar

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s