Súkkulaðimús með bismark

Gleðilega hátíð kæru lesendur. Ég er með smá móral yfir að hafa ekki litið hingað inn fyrr en þessi jól fara í sögubækurnar þegar að veisluhöldum kemur. Malín útskrifaðist úr Menntaskólanum í Kópavogi 20. desember og við vorum með útskriftarveislu um kvöldið. Ég fór út að borða á afmælinu mínu, bæði í hádeginu og um kvöldið, og á þorláksmessukvöldi fórum við í humarsúpu á Messann og röltum svo Laugarveginn. Yndislegir dagar!

Jólin voru hefðbundin. Mamma og Eyþór bróðir komu til okkar á aðfangadag og jóladegi var eytt í náttfötum með bók í sófanum þar til við fórum í hangikjöt til mömmu um kvöldið. Allar uppskriftir af jólamatnum held ég að séu löngu komnar hingað inn en í ár gerði ég nýja útfærslu af súkkulaðimúsinni sem mig langar að deila með ykkur. Krakkarnir elska súkkulaðimús og hún er því ósjaldan hér á borðum þegar þau fá að velja eftirréttinn.

Súkkulaðimús með bismark (fyrir 8)

  • 150 g súkkulaði með bismark (ég var með frá Nóa Síríus)
  • 50 g suðusúkkulaði
  • 4 eggjarauður
  • 5 dl rjómi

Bræðið súkkulaðið í örbylgjuofni eða yfir vatnsbaði. Látið það kólna aðeins áður en eggjarauðum er hrært saman við. Hrærið þar til blandan er orðin slétt (ef hún verður kekkjótt eða of þykk er smá rjóma hrært saman við).

Þeytið rjómann en alls ekki of stífann. Hrærið léttþeyttum rjómanum saman við súkkulaðiblönduna í smáum skömmtum með sleikju. Hrærið blöndunni varlega saman þar til hún hefur blandast vel.

Látið súkkulaðimúsina standa í ísskáp þar til hún hefur stífnað. Berið fram með berjum og jafnvel þeyttum rjóma.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s